ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fjarskipti
Neyđarsendar á fjöllum

 


Árið 2003 var farið í átak með uppsetningu neyðarsenda í nokkurn fjölda fjallaskála sem mikið eru notaðir yfir veturinn. Áður voru örfáir skálar með senda, aðallega voru það Neyðarskýli út við ströndina. Einn sendanna hefur í nokkur skipti komið í góðar þarfir fyrir veðurteppta ferðamenn sem hafa ekki haft nein senditæki. Það er sendirinn á Kaldadalsleið við Uxahryggi. Hann er á Rás 16, Neyðarbylgju skipa. Hjá Vaktstöð Siglinga er stöðug vöktun á Rás 16 fyrir skip. Vegna staðsetningar skýlisins var þessi rás valin. Þannig er ekki farið með meirihluta hinna sendanna. Þeir eru háðir endurvarpskerfi björgunarsveitanna og ferðafélagsins 4x4.


Upphaflega hafði verið reiknað með að settur yrði upp viðtökubúnaður í Vestmannaeyjum fyrir alla sendana á suðurlandi. En svo gerðist það að Vestmannaeyjar radio var lagt niður sem mönnuð stöð. Þá var sett upp stöð í Vaktstöð Siglinga í Skógarhlíð í samvinnu við Almannavarnir. Undirritaður útbjó tæki sem breytti sendingum frá Neyðarsendunum inn á kerfi Almannavarna sem var vaktað. Nú er búið að leggja niður VHF kerfi Almannavarna og er því er enginn opinber hlustvarsla í dag frá þessum sendum. 

Verkefnið var sameiginlegt átak nokkurra aðila og unnið í nafni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Ferðafélags Íslands. Greiddur var kostnaður við efniskaup og smíði sendanna ásamt hluta af ferðakostnaði við uppsetningu. Undirritaður setti síðan sendana upp í sjálfboðavinnu. Verkið stóð yfir í tvö ár.

Eina vöktunin á þeim sendum er hjá örfáum áhugamönnum á suðurlandi sem eru með viðtöku á heimilum sínum, en aðeins á Rás 42.


Nokkrir sendanna eru á þeirri rás. Þarna er því um falskt öryggi að ræða með hluta þessara senda ef enginn er heima hjá þessu fólki. Að vísu ef einhverjir eru á ferðinni með VHF talstöð og leitarann (Scann ) í gangi mundu þeir heyra neyðarkallið. Til að ráða bót á þessu væri einfaldast að smíða svokallaðar Tetra Gáttir til að hlustun gæti verið áfram á t.d Vaktstöð Siglinga eða Neyðarlínu. Enga breytingu þarf að gera hjá hvorugum aðilanum til að taka þessa þjónustu upp. Þetta yrði aðeins viðbót, en vonandi ekki erilsöm. 


 


Þessir Neyðarsendar eru þannig útbúnir að ekki þarf að hafa opið viðtæki til að hlusta frá þeim. Rásin getur verið í notkun með venjulegum samskiptum án þess að trufla viðkomandi vaktviðtæki. Þegar sent er frá Neyðarsendinum fylgir "Lykilkóði" sem opnar viðtækið sem vakta á sendana. Einnig væri hægt að forrita þessa senda til að senda frá sér númer viðkomandi skála. Þeir eru útbúnir þannig að eftir að kveikt hefur verið, lifir á viðtækinu í 30 mínútur. Sendirinn er virkur sama tíma. Ef þessi tími dugir ekki  þarf að endurræsa hann aftur fyrir nýjar 30 mín. Þess utan er slökkt á tækinu og dregur það enga straum frá rafhlöðunni á meðan. Leiðbeiningar eru á þrem túngumálum á framhlið, Íslensku, Ensku og Þýsku. Á hverjum sendi er miði sem segir til um nafn skálans og staðsetningu með GPS tölum.


Rásir sendanna og hlustvarsla.


Kaldidalur við Uxahryggi..................Rás 16..Vaktstöð Siglinga

Nýidalur á Sprengisandi..................Rás 44..Enginn hlustun

Herðubreiðarlindir..........................Rás  4..Áhugamenn ?

Dreki við Öskju.............................Rás  4..Áhugamenn ?

Kistufell við Dyngjujökul.................Rás  4.. Áhugamenn ? 

Útivistaskálinn á Fimmvörðuhálsi......Rás 42..Áhugamenn ?  .

Básar í Þórsmörk...........................Rás  2..Engin hlustun                                                        

Langidalur í Þórsmörk.....................Rás  2..Engin hlustun                      

 Emstrur......................................Rás 42..Áhugamenn ?                                                                                                                                                  Strútur við Mælifellssand................Rás 42..Áhugamenn ?                                                                                                      Hvanngil.....................................Rás 42..Áhugamenn ?                                                                                                              Álftavatn....................................Rás 42..Áhugamenn ?                                                                                                        Hrafntinnusker.............................Rás 42..Áhugamenn ?                                                                                                Landmannalaugar.........................Rás 42..Áhugamenn ?                                                                                                                              Þverbrekkumúli á Kjalveg...............Rás  3..Engin hlustun
Dags: 25 10 2009

Til baka

Fleiri fjarskipti hér fyrir neđan

VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitannadags: 17.09.2009

Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.dags: 24.12.2010

Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođasteindags: 18.10.2009

GSM samband í fjallaskáladags: 02.09.2013

Endurvarpinn á Háskerđingidags: 17.09.2009

Tröllakirkja Rás 42dags: 27.09.2009

Ţrándarhlíđarfjall, Rás 46dags: 27.09.2009

Neyđarsendar á fjöllumdags: 25.10.2009

Atvik ţar sem Neyđarsendar hafa skipt miklu máli.dags: 26.10.2009

Strútur í Borgafirđi, Rás 44dags: 01.11.2009

Vinnuferđ á Hlöđufelldags: 24.12.2010

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265