ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fjarskipti
Atvik ţar sem Neyđarsendar hafa skipt miklu máli.
Neyðarsendar eru í talsvert mörgum skálum á hálendinu. Þeir hafa verið mikið notaðir af ferðamönnum til að tilkynna um ferðir sínar til eftirlitsaðila. Skálaverðir hafa fylgst með ferðum hópa með þessari aðferð utan mesta annatímans. Fólk ferðast milli skála þar sem ekki eru verðir og láta vita um áfangastað.

Svo gerast slys og óhöpp. Þá er mikils virði að hafa þetta kerfi í lagi og vöktun utan mesta annatímans. 

Hér eru nokkur dæmi:

Neyðarsendirinn í skýlinu við Uxahryggjaleið á Kjalvegi hefur nokkrum sinnum komið að góðum notum fyrir ferðamenn sem lent hafa í vandræðum. Það eru langir kaflar á leiðinni milli Húsafells og Þingvalla símasambandslausir. Nokkur tilfelli eru þar sem þessi sendir virkilega hefur skipti máli og afstýrði vandræðum. Eitt atvikið var þegar fjögur ungmenni festu bíl sinn skammt frá skýlinu. Einn úr bílnum komst við illan leik í skýlið og kallað á hjálp. Veðrið hafði versnað og fólkið var orðið mjög illa á sig komið vegna bleitu og kulda. Þegar björgunarmenn komu á staðinn mátti það ekki vera mikið seinna að þeirra mati.

Neyðarsendirinn í Landmannalaugum hefur í nokkur skipti afstýrt leit. Eitt tilfelli var þegar þrír erlendir ferðamenn skelltu sér fyrirvaralaust og án þess að tilkynna um áætlun sína skömmu fyrir jól inn í Landmannalaugar. Þaðan héldu þeir inn á Fjallabaksleið og ætluðu austur í Skaftártungur. Þeir festu bílinn í Jökuldalahvíslinni. Einn tók sig til og gekk til baka í Landmannalaugar. þar höfðu þeir rekist á Neyðasendinn í anddyri skálans fyrr um daginn. Hann var fimm tíma að fara þessa leið fótgangandi. Þeir voru ágætlega búnir og væsti ekki um að því leiti. Sennilega hefði enginn farið að óttast um þá fyrr en eftir nokkra daga, því þeir létu engan vita af ferðum sínum fyrirfram. Það tók ekki nema fjóra tíma að sækja þessa menn og koma þeim til hjálpar á einum björgunarsveitabíl frá Hellu. Þetta hefði getað orðið mannfrek og tafsöm leit annars. 

Skálinn Strútur er við Mælifellsand. Fyrir tveim til þrem árum voru nokkrir reyndir fjallamenn á vélsleðum í helgarferð þar skammt frá. Einn þeirra velti í brekku og slasaðist talsvert. Þeir voru eingöngu með farsíma sem ekki virka á þessu svæði. Neyðarsendirinn í skálanum kom að góðum notum. Þyrla var send eftir sjúklingnum.

Skálinn við Kistufell er rétt við Dyngjujökul í Vatnajökli. Þetta er fjölfarin leið frá Sprengisandi í Öskju. Sendirinn þar hefur komið að góðum notum vegna vandræða ferðamann, jafnvel á sumrin í góðu veðri. Skálaverðir í Herðubreiðarlindum og Drekagili eru í mjög góðu talstöðvasambandi við þennan skála. Lítið GSM samband er þarna, það er ekki fyrr en komið er austur fyrir Urriðaháls að símasamband er orðið gott frá nýjum sendi á Vaðöldu, rétt austan við Öskju. Þannig mætti halda áfram.

Nú er ekki lengur nein örugg hlustvarsla á þessa senda nema þar sem áhugamenn eru með talstöðvar stilltar á rásir örfárra þeirra. Þetta ástand þarf að laga sem fyrst.

Einnig eru nokkrir fjallaskálar þannig staðsettir að þar þyrfti að vera neyðarsendar því annar kostur er ekki fyrir hendi nema þá rándýrir gervihnattasímar.

Eitt dæmið er skálinn við Kolumúla norðaustan við Vatnajökul. Mikill ferðamannastraumur er á þessu svæði á sumrin og talsvert á vetrum. Ekkert fjarskiptasamband er á þessu svæði utan endurvarpa björgunarsveitanna. Þrír endurvarpar þekja þetta svæði mjög vel. Ferðafélag Austurlands hefur ekki treyst sér að setja Neyðarsenda í þennan skála ásamt skálanum við Geldingafell. Ástæðan er að engin örugg hlustvörsla er í gangi. Það hafa komið upp mörg tilfelli nú á síðustu árum þar sem neyðarsendir hefði getað komið í veg fyrir mikla fyrirhöfn og tafsamar leitir. Ferðafólk hefur verið komið í þessa skála í besta yfirlæti, en ekki getað látið vita af sér.

Dags: 26 10 2009

Til baka

Fleiri fjarskipti hér fyrir neđan

VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitannadags: 17.09.2009

Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.dags: 24.12.2010

Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođasteindags: 18.10.2009

GSM samband í fjallaskáladags: 02.09.2013

Endurvarpinn á Háskerđingidags: 17.09.2009

Tröllakirkja Rás 42dags: 27.09.2009

Ţrándarhlíđarfjall, Rás 46dags: 27.09.2009

Neyđarsendar á fjöllumdags: 25.10.2009

Atvik ţar sem Neyđarsendar hafa skipt miklu máli.dags: 26.10.2009

Strútur í Borgafirđi, Rás 44dags: 01.11.2009

Vinnuferđ á Hlöđufelldags: 24.12.2010

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265