ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fjarskipti
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna

VHF endurvarpskerfi björgunarsveitanna


VHF endurvarpskerfi björgunarsveitannaer að mestu Íslensk hönnun og innlend smíði. Endurvarpskerfi björgunarsveitanna er ætlað að auka notagildi hand og bílstöðva leitarhópa. Þar sem tíðnisvið þeirra er háð sjónlínu var nauðsynlegt að auka dreyfinguna með endurvarpi frá hæstu fjöllum. Kerfi þetta er orðið það stórt að 8 rásir eru notaðar ásmt 3 rásum úr kerfi Ferðaklúbbsins 4x4 til að forðast truflanir þar sem margir endurvarpar ná inn á svæði hvors annars. Þetta eykur jafnframt öryggið í notkun þessarra tækja fyrir björgunarmenn. Allt frá upphafi hefur Sigurður Harðarson rafeindavirki hjá Radio ehf hannað og smíðað þennan búnað. Einnig séð um uppbyggingu kerfisins sem hófst 1975 ásamt meðlimum úr björgunarsveitunum. Að mestu leiti hefur kerfið verið sett upp í sjálfboðavinnu. Björgunarsveitamenn víðsvegar um landið hafa aðstoðað við flutninga og uppsetningu búnaðar á fjöll og jökla.


Landhelgisgæslan og herinn sem var á Keflavíkurflugvelli hafa lánað þyrlur og aðstoðað þar sem öðrum tækjum var ekki viðkomið.


Endurvarparnir vinna á tíðnisviðinu 160 MHz. Í flestum tilfellum er dreyfingin allan hringinn en misjafnlega stór radius eftir staðsetningu þeirra. Nokkrir eru með allt upp í 100 ferkílómetra radíus.Það er jafnt í báðar áttir.Viðtakan er 4,6 MHz frá senditíðninni. Næmleiki viðtækjanna er frá 0,2 uV upp í 0,5 uV eftir staðsetningu þeirra. 25 watta sendar eru á þeim stöðum þar sem rafmagn er fyrir hendi. 5 watta sendar eru á þeim stöðum þar sem notast er eingöngu við sólarorkuna. Þau tæki ganga undir nafninu fjallatoppaendurvarpar.


Stöðustraumsnotkun er aðeins 20 mA. Þegar tækið er í fullri notkun tekur það 1.2 til 1.4 amp. Spennan er 12 volt. Forðinn í rafgeymum er samtals 600 til 800  ampertímar.  Á stöku stað eru þessi tæki allt að 7 mánuði á kafi í snjó og fá þá ekki neina hleðslu. Það hefur ekki komið að sök þegar geymarnir eru með svo mikla rýmd. Snjórinn hefur ekki teljandi áhrif þó hann sé 6 til 10 metra þykkur ofan á endurvarpanum.Yfir sumarið hlaðast þeir síðan upp. Fyrsti  fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Eyjafjallajökul í ágúst 1984.


Reynslan er sú að  viðhald er mjög lítið. Í flestum tilfellum hafa ekki liðið meir en 9 ár á milli þess að menn vitji tækjanna. Ástæðan er að rafgeymunum er ekki ætlað lengri líftíma  enn sem komið er. 


Smíðaðir hafa verið nokkrir ferðaendurvarpar fyrir björgunarsveitirnar og endurvarpar sem eru staðsettir í flugvélum Flugmálastjórnar og Landhelgisgæslunnar. Þeim er ætlað það hlutverk að brúa bilið í leitum ef ekki er samband frá föstum endurvörpum. Flogið er þá yfir leitarsvæðið á meðan leit stendur yfir með flugendurvarpana en ferðaendurvarpi settur á hæð nálægt viðkomandi leitarsvæði.Ekki er vitað til að landsdekkandi fjarskiptakerfi sé til annarstaðar í heiminum sem eingöngu er drifið af sólarorku fyrir samtök eins og  Slysavarnafélagið Landsbjörgu og Ferðaklúbbinn 4x4. Í seinni tíð hafa verið settar upp litlar einingar víða um heim sem byggja á svipaðri lausn. Sennilega erum við Íslendingar samt fyristir með þetta á landsvísu eins og svo mart fleira í tæknilausnum nútímans.

 


Dags: 17 09 2009

Til baka

Fleiri fjarskipti hér fyrir neđan

VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitannadags: 17.09.2009

Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.dags: 24.12.2010

Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođasteindags: 18.10.2009

GSM samband í fjallaskáladags: 02.09.2013

Endurvarpinn á Háskerđingidags: 17.09.2009

Tröllakirkja Rás 42dags: 27.09.2009

Ţrándarhlíđarfjall, Rás 46dags: 27.09.2009

Neyđarsendar á fjöllumdags: 25.10.2009

Atvik ţar sem Neyđarsendar hafa skipt miklu máli.dags: 26.10.2009

Strútur í Borgafirđi, Rás 44dags: 01.11.2009

Vinnuferđ á Hlöđufelldags: 24.12.2010

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265