ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fjarskipti
Endurvarpinn á Háskerđingi

Þegar staðsetning eru valin fyrir endurvarpa björgunarsveitanna er ekki spurt hvort erfitt sé að komast staðinn, heldur hversu góður staðurinn er, fjarskipralega séð. Þannig varð fjallið Háskerðingur fyrir valinu til að þjóna gönguleiðinni sem kölluð er  "Laugaveginur".   Oftast gengur vel að koma þessum tækjum fyrir og litlir eftirmálar síðar. Flestir þessara endurvarpa hafa staðið sig með príði og viðhaldið verið mjög lítið. Það líða allt upp í 10 ár án þess að þeirra sé vitjað. Þá er komið að rafgeymaskiptum.
En svo getur komið tilvik eins og með Háskerðing. Eftirfarandi grein segir frá því og hversu björgunarsveitamenn eru þrautsegir og gefast ekki upp þó móti blási.

 

Hálendið norðan Mýrdalsjökuls hefur lengi verið vinsælt vegna stórbrotinnar náttúrufegurðar. Síðastliðin 20 ár hefur ferðamannastraumur aukist gífurlega og fer vaxandi ár frá ári. Því fylgir þörf fyrir gott fjarskiptasamband því allmörg slys og dauðsföll hafa áttu sér stað sérstaklega í vetrarferðum. Landmannalaugar og nágrenni er mjög vinsælt svæði fyrir vélsleðaferðir á veturna. Einu fjarskiptin á þessu svæði fyrir árið 2002 voru Gufunestalstöðvarnar og NMT símarnir eftir 1986, en afar takmarkað nema uppi á fjöllunum. Bæði inna björgunarsveita og samtaka vélsleðamanna voru   menn mikið að velta fyrir sér uppsetningu VHF endurvarpa fyrir þetta svæði. Skriður komst á málið eftir að einn félagi vélsleðamanna varð úti skammt frá Landmannalaugum veturinn 2001. Einnig var starfsemi Ferðafélags Íslands að eflast með auknum fjölda ferðamanna á gönguleiðinni frá Landmannalaugum í Þórsmörk, "Laugaveginum".

Nokkrum sinnum var búið að hafa samband við undirritaðan um þessi mál af meðlimum björgunarsveita, stjórn F. 4x4, Landsambandi Vélsleðamanna og forráðamönnum Ferðafélags Íslands.


Í Apríl 2002 hóaði undirritaður mönnum frá öllum þessum aðilum saman á fund. Þar var ákveðið að setja upp endurvarpa á þetta svæði og allir tækju þátt í kostnaðnum.


Til stóð æfing á vegum NATO með björgunarsveitum í Júní þetta ár. Ákveðið var að nýta þyrlur þeirra sem kæmu til landsins í sambandi við æfinguna til að flytja búnaðinn upp.  


Skoðaðir voru nokkrir staðir á korti. Gerð voru útbreiðslulíkön í tölvu.  Of stuttur tími var til að gera nauðsynlegar prófanir. Haft var samband við nokkra menn sem eru þaulkunnugir á þessu svæði. Einn af þeim er Valur Haraldsson, félagi í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu. Hann sagði strax, Háskerðingur er besti kosturinn og hugsanlega Syðra Reykjafjall til vara, sérstaklega með Landmannalaugar í huga.


Fjallið Háskerðingur er eitt af Kaldaklofsfjöllum og sést mjög víða frá allri gönguleiðinni frá Landmannalaugum í Þórsmörk, "Laugaveginum". og því vel til fundið að vera með endurvarpann þar.


Ákveðið var því að setja endurvarpan á Háskerðing. Eftir stuttar vangaveltur var ákveðið að setja einnig annan á Reykjafjallið því það munaði mest um að nýta þyrluna. Minna mál var talið að fjármagna tvo endurvarpa þar sem svona margir stóðu að verkefninu. Einnig töldu menn ákveðið öryggi að hafa tvo vegna fyrirsjáanlegrar aukningu umferðar um þetta svæði.Ekki var hægt að nota neina rás úr kerfi björgunarsveitanna því það hefði skarast við aðra endurvarpa á suðurlandi. Einnig þar sem þessir endurvarpar væru fyrir ferðamenn var talið eðlilegast að þeir hefðu rásir Ferðaklúbbsins 4x4. Klúbburinn var þá með tvær rásir, Rás 44 og 46. Rás 44 kom ekki til greina því hú var fyrir á Bláfelli. Sótt var því um nýja rás í viðbót.

 Á þeim tíma var VHF tíðnisviðið mikið notað og mjög strangar vinnureglur hjá Póst og Fjarskiptastofnun að halda vel utan um úthlutanir rása. P&F taldi því talstöðvaeign félaga í F.4x4 ekki vera nægjanlega mikla til að fá þriðju endurvarpsrásina. Undirritaður greip þá til þess ráðs að sækja um úthlutun rásar í nafni Ferðafélags Íslands. Það gekk eftir og rásin fékk númerið 42.Flugbjörgunarsveitin á Hellu sá um smíðina á möstrunum og Radioþjónusta Sigga Harðar um smíði endurvarpanna.

Þegar félagar Flugbjörgunnarsveitarinar á Hellu höfðu lokið smíði mastranna fóru þeir með þau inn á flatirnar sunna við ána skammt frá Hvanngili. Þetta voru 12 m langir rafmagnsstaurar með þremur öflugum fótum. Á þá höfðu verið festir steypuklossar sem fallið höfðu til vegna breyting á gólfi í Sláturhúsinu á Hvolsvelli.

Í gegnum tíðina hefur oftast verið notast við hluti sem hafa fengist fyrir lítið við smíði og uppsetningu endurvarpa Landsbjargar og F.4x4.


Þann 26 júní 2002 fór undirritaður með loftnetin, endurvarpana, rafgeymana og annað sem til þurfti inn að Hvanngili. Um kvöldið og fram á nótt var unnið við að setja þetta upp og ganga frá. Allt var tilbúið um kl. 03 um nóttina.


Þyrlan kom um kl.10, morguninn eftir, þ.e.a.s. 27 Júní. Undirbúningur flutnings gekk vel. Eftir um tvo tíma voru báðir endurvarparnir komnir á sinn stað. Fyrst var farið með manskapinn upp í einni ferð og síðan endurvarpana. Fyrri ferðin var á Háskerðing og seinni á Reykjafjall. Á meðan unnið var á Reykjafjalli sótti þyrlan þá sem voru á Háskerðing og hina í bakaleiðinni. Þessi vél er það stór að hún fór létt með að taka allan mannskapinn, sem var um 10 manns með óvæntum túristum sem fengu að fljótameð, af tilviljun.  


Í upphafi var Rás 46 sett á Háskerðing og Rás 42 á Reykjafjall við Hrafntinnusker. Í ljós kom að Háskerðingur kom betur út en Reykjafjall gagnvart skálunum syðst á svæðinu, Emstrum og Þórsmörk. Jón Hermannson, félagi í björgunarsv. Dagrenningu á Hvolsvelli tók að sér að ganga á Reykjafjall og sækja endurvarpann með Rás 42. Síðan fóru nokkrir meðlimir FBS. Hellu undir forystu Þrastar Rafvirkja á Háskerðing með þann endurvarpa. Jón fór síðan aftur upp á Reykjafjallið með þann sem kom frá Háskerðingi. Þá var þetta þannig að Háskerðingur var kominn með Rás 42 og Reykjafjall með Rás 46.


Strax kom í ljós hversu mikil hagræðing var að þessum endurvörpum. Sérstaklega fundu skálaverðir Ferðafélagsins þægindin við að geta verið í góðu sambandi sín í milli. Þegar fram liðu stundir kom í ljós að hleðslan frá sólarsellunum dugði ekki vegna mikillar notkunar þeirra og oft var þoka yfir fjöllunum.


Sumarið 2004, 13. september fór undirritaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bæði fjöllin með aukakassa sem var með rafgeymi og sálarsellu. Þessi viðbót dugði. Eftir það varð aldrei vart við rafmagnsleysi.


Um veturinn 2006 skemmdist bæði loftnet og endurvarpi vegna eldinga. Ákveðið var að setja annan til bráðabyrða á Syðra Reykjafjallið sem er á milli Háskerðings og Reykjafjalls því þangað er auðvelt að komast upp á snjóbíl. Þann 4. Mars fór stór hópur björgunarsveitamanna upp með endurvarpann. Farið var inn í Hrafntinnusker um morguninn. Þar var Endurvarpinn hendur í kerru sen hékk aftan í snjóbíl Bj.sv. Ársæls undir öruggri stjórn Viggós rafvirkja. Ferðin gekk mjög vel enda færð og veður eins gott og hægt er að hugsa sér. Endurvarpinn var farinn að virka um miðjan dag. Flestir héldi heima á leið um kvöldið.Um páskana 2006 var farið með nýtt loftnet samskonar og það sem skemmdist. Það var 9 db loftnet , 5 metra langt. Ekki var hægt að koma því fyrir vegna veðurs. Loftnetið var bundið við staurinn ásamt stiga sem nota átti til að komast upp. Ekki fór betur en svo að stiginn og loftnetið rifnuðu frá staurnum. Loftnetið eyðilagðist. 


 


Þegar farið var að nota endurvarpann á Syðra Reykjafjalli kom í ljós að hann reyndist jafnvel betur en sá er hafði verið á Háskerðingi. Ákveðið var því að ganga varanlega frá honum og hafa Rás 42 áfram þar. Flokkur félaga frá Dagrenningu á Hvolsvelli gengu á fjallið um sumarið og hækkuðu endurvarpan upp og hlóðu að honum.


Seinna fór Jón Hermannson  með lítið loftnet á Háskerðing og endurvarpa á Rás 13 sem er ný rás í kerfi björgunarsveitanna.


Í ísingarveðri síðastliðinn vetur hefur staurinn brotnað og er því allt óvirkt um sinn á Háskerðingi. Nú er beðið eftir heppilegu veðri til að setja lítið loftnet á stubbinn sem enn stendur og koma endurvarpanum í gagnið aftur.


Sig.Harðar.
 

Myndsafn frá þessum atburðum verður sett inn á næstunni.

Dags: 17 09 2009

Til baka

Fleiri fjarskipti hér fyrir neđan

VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitannadags: 17.09.2009

Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.dags: 24.12.2010

Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođasteindags: 18.10.2009

GSM samband í fjallaskáladags: 02.09.2013

Endurvarpinn á Háskerđingidags: 17.09.2009

Tröllakirkja Rás 42dags: 27.09.2009

Ţrándarhlíđarfjall, Rás 46dags: 27.09.2009

Neyđarsendar á fjöllumdags: 25.10.2009

Atvik ţar sem Neyđarsendar hafa skipt miklu máli.dags: 26.10.2009

Strútur í Borgafirđi, Rás 44dags: 01.11.2009

Vinnuferđ á Hlöđufelldags: 24.12.2010

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265