ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fréttir
Fjarskiptasafniđ á Skógum

                                   Skoðaðu Skógasafnið undir Eyjafjöllum. 

              6. Júní 2010 var opnað merkilegt safn talstöðva .  


    Talstöðvasafn Sigga Harðar sýnir 60 ára sögu bílatalstöðva sem hafa verið í notkun á Íslandi

Þar má sjá nokkur hundruð talstöðvar af flestum gerðum sem notaðar hafa verið í bílum eða öðrum tækjum tengdum samgöngum á Íslandi allt frá stríðslokum. Það er ekki lengra síðan en árið 1951 að Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri gerði tilraun með talstöð í eina af fjallarútum sínum. Hann fór til Þingvalla og hafði samband þaðan til Loftskeytastöðvarinnar í Reykjavík með það góðum árangri að Landsími Íslands hóf smíði talstöðva fyrir bíla skömmu síðar, eða um árið 1955. Fjölgaði þá talstöðvum mikið í atvinnu og ferðabílum eftir það. Nú, árið 2009 þykir það sjálfsagður hlutur að hafa talstöð í fjallabíl. Fyrst voru notaðar svokallaðar HF talstöðvar sem voru á millibylgjum (Mw - medium wave ). Síðar urðu mjög algengar CB talstöðvar á 27 MHz (Citizensband) og nú eru nær eingöngu notaðar VHF talstöðvar. Björgunarsveitir og ferðafélög hafa komið upp mjög öflugu endurvarpskerfi fyrir VHF talstöðvarnar og nær það yfir allt hálendi Íslands.     

 

Íslendingar tóku fjarskiptatæknina mjög fljóttí sína þjónustu. Tekið var á móti fyrsta loftskeytinu 1905, ári áður en sími var lagður til landsins. Loftskeytatæki voru komin í Íslensk skip fyrir árið 1920. Árið 1935 og fram yfir árið 1960 voru framleiddar talstöðvar á Íslandi fyrir flest smærri fiskiskip landsmanna.

Fyrsta farsímakerfi landsmanna var tekið í notkun árið 1983. Það var kallað "002, handvirka kerfið" kennt við símanúmer þjónustunnar 002 hjá símstöðinni í Reykjavík sem þjónaði notendum kerfisins. Úr bílum var ekki hægt að hringja beint í símanúmer. Það þurfti að kalla upp símstöðina og biðja um samband. Eftir það var hægt að tala eins og í síma. Þetta kerfi var í notkun í 10 ár, til ársins 2003. Árið 1986 var sett upp sjálfvirkt farsímakerfi þar sem menn gátu hringt beint sjálfir. Það kerfi heitir " NMT" og er sama og notað var á öllum norðurlöndunum. Það kerfi er enn í notkun á Íslandi. Hin norðurlöndin hafa hætt notkun þess.


GSM farsímakerfið var tekið í notkun á Íslandi árið 1994. Fljótlega náði kerfið mikilli útbreiðslu um landið og núna, árið 2009 eru 330.000 símar skráðir í notkun á landinu. Talið er að 75 til 80% landsmanna séu með GSM síma.

Á safninu í Skógum eru flestar gerðir talstöðva og síma sem í notkun hafa verið í farartækjum allt frá árinu 1950. Íslendingar framleiddu sjálfir talstöðvar sem hentuðu betur hér á landi en innfluttar talstöðvar gerðu á árunum frá 1950 til 1970, enda hvergi í heiminum framleiddar sérstakar Mw,  (Medium wave) bílatalstöðvar. Innflutningur talstöðva fyrir bíla hófst fyrir alvöru árið 1965. Þetta voru báttalstöðvar sem með smá breytingu hér á landi hentuðu mjög vel í bíla. Framleiðslu íslenskra talstöðva var hætt árið 1980. Einnig er á safninu talstöðvar frá lögreglu, slökkviliðum, leigubílum og björgunarsveitum ásamt öllum þrem kynslóðum farsíma á íslandi.

Í nokkrum tækjanna heyrast samskipti sem áttu sér stað á þeim tímum sem þessi tæki voru í notkun. Elsta upptakan er frá 10. Febrúar 1962 þegar togarinn Elliði fórst, 28 sjómílur norður af Öndverðanesi.

    

Dags: 21 07 2009

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Fröken klukka 04.dags: 19.03.2014

Loftskeytaklefi í Skógarsafnidags: 27.05.2013

Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .dags: 16.03.2014

Loftskeytastöđin í Gufunesidags: 27.05.2013

Byggđasafniđ Garđidags: 17.04.2011

NMT farsímakerfiđ ţjónađi Íslendingum í 24 ár. dags: 30.11.2010

Gamla NMT farsímakerfiđ lifir áframdags: 17.04.2011

NMT sendar móđurkerfisins.dags: 18.04.2011

Fjarskiptasafniđ á Skógumdags: 21.07.2009

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265