ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fréttir
NMT farsímakerfiđ ţjónađi Íslendingum í 24 ár.

Þann 1. September 2010 var slökkt á öllum sendum NMT farsímakerfisins sem tekið var í notkun 3.Ágúst 1986. Langdrægnin var mikil, bæði inn á landið og út á sjó. Nánast allur skipafloti Íslendinga var með NMT síma. Með tilkomu NMT símanna varð minnkandi notkun talstöðva, aðallega í samskiptum við loftskeytastöðvar í landi. Tugir loftskeytamanna sinntu skipaflotanum áður með afgreiðslu símtala innanlands frá að minnsta kosti sex loftskeytastöðvum á landinu. Nú árið 2010 er þessi afgreiðsla aðeins á einum stað og tveir til þrír menn á vakt hverju sinni. Þjónustan er aðallega vegna tilkynningaskyldunnar og neyðarhlustvörslu við skipin. Önnur þjónusta fyrir skipaflotann fer fram nú um langdræga GSM senda og gervihnattasambönd. Sama á sér stað á hálendinu hjá ferðaþjónustuaðilum og almennum ferðamanni sem notuðu og treystu á langdræga NMT kerfisins. Símtækin ( bílasímarnir ) reyndust einstaklega vel. Undirritaður telur að bilanatíðnin hafi verið innan við 25 % af tækjafjölda. Mikill hluti tækjanna bilaði aldrei öll þessi 24 ár. Helst var að símtólin og gormasnúrurnar létu undan vegna mikillar notkunar. Þegar mest var voru notendur 28.688 talsins. Það var árið 2000. Eftir það fór þeim fækkandi. Móðurstöðvar voru á 153 stöðum á landinu og náðu nánast landsdekkun bæði í óbyggðum sem byggð. Síðustu árin gaf Landsíminn mönnum kost á svokallaðri "Frístundaskráningu" sem var kr. 247 fast á mánuði. Þá var hægt að hringja á venjulegu gjaldi á kvöldin og um helgar, en á milli kl.08 til 18.00 á virkum dögum var mínútan á þreföldu gjaldi. Margir sem notuðu símana sína lítið notfærðu sér þennan möguleika.Undirritaður átti bæði síma frá Ericsson og annan frá Panasonic. Báðir þessir símar hafa aldrei bilað. Nú fara þeir á Fjarskiptasafnið á Skógum undir Eyjafjöllum. 29.09.2010 Sigurður Harðarson

Dags: 30 11 2010

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Fröken klukka 04.dags: 19.03.2014

Loftskeytaklefi í Skógarsafnidags: 27.05.2013

Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .dags: 16.03.2014

Loftskeytastöđin í Gufunesidags: 27.05.2013

Byggđasafniđ Garđidags: 17.04.2011

NMT farsímakerfiđ ţjónađi Íslendingum í 24 ár. dags: 30.11.2010

Gamla NMT farsímakerfiđ lifir áframdags: 17.04.2011

NMT sendar móđurkerfisins.dags: 18.04.2011

Fjarskiptasafniđ á Skógumdags: 21.07.2009

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265