ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fréttir
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Myndin er af fyrstu afreiðsluborðum Loftskeytastövarinnar í Gufunesi. Þessi sýningarbás er í tæknimynjasafninu í Skógasafni.

 

Þegar talsímasamband við útlönd komst á árið 1935 með stuttbylgjum var reist nýtt hús í landi Gufunesi sem nú er inni í miðri íbúðarbyggð Grafarvogskverfisinns.  Þar var og er enn móttökustöð, en annað hús var reyst á Vatnsendahæð fyrir senditækin. Árið 1946 tóku Íslendingar við radíóþjónustu við alþjóðaflug á stóru svæði yfir Atlantshafi og var sú starfsemi einnig í Gufunesi í nýrri viðbyggingu. Nýtt hús var tekið í notkun á Rjúpnahæð 1955-56 fyrir senditæki flugradíóþjónustunnar og var hluti sendibúnaðar Loftskeytastöðvarinnar fluttur þangað. Árið 1963 var svo öll starfsemi stöðvarinnar flutt í Gufunes. Sagt er að öll tækni þróist í styrjöldum. Loftskeytatæknin tók framförum í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918. Stuttbylgjutæknin í þeirri síðari 1939-1945. Talsamband á stuttbylgjum við Bandaríkin hófst 1947 og talviðskipti við flugvélar 1951 í stað morse-viðskipta. Síðan hefur allur tækjabúnaður í Gufunesi verið endurnýjaður í enn nýrri byggingu 1991/1992 og nú er þar afar fullkominn, tölvustýrður og stafrænn búnaður til fjarskipta við flugvélar, skip og bíla. Flugmálastjórn keypti starfsemina 2004 af Símanum og stofnaði Flugfjarskipti ehf 1. Júní 2004 skipaþjónustuhlutinn var seldur til Neyðarlínunnar í ágúst 2004 og flutti sú starfsemi í Skógarhlíðina þá um haustið, og fjartengd frá Gufunesi til 2011 er nýr tækjabúnaður var settur upp í Skógarhlíðinni fyrir skipaþjónustuna. ISAVIA ohf var stofnað 1. Maí 2010 og er Flugfjarskipti nú innlimað í það félag. Annar þáttur í rekstri Flugfjarskipta er gagnafjarskipti við flugvélar. Fyrirtækið rekur búnað til gagnafjarskipta við flugvélar á bæði HF og VHF tíðnum í samvinnu við bandaríska fjarskiptafyrirtækið ARINC. Búist er við að umsvif  talviðskiptum við flugvélar fari minnkandi á komandi árum. Í dag er þessi þjónusta veitt frá sex stöðvum sem eru staðsettar á Írlandi,Canada, Bandaríkjunum, Portúgal og Noregi auk Íslands. Fullvíst er að þessum stöðvum mun fækka á komandi árum. Um 30% af þeirri umferð sem fór um íslenska flugstjórnarsvæðið 2005 notaði gagnaflutning til að gefa stöðumið og á næstu árum mun Flugmálastjórn hafa komið upp búnaði til að geta haft enn frekari samskipti við flugvélar um gagnatengingar (Controller to Pilot Data Link Communications – CPDLC). Flugfjarskipti eru að undirbúa sig fyrir þetta breytta rekstrarfyrirkomulag á ýmsa vegu. Flugmálastjórn Íslands og Flugmálastjórn Írlands hafa undirritað samkomulag um samreksturfjarskiptastöðvanna í Gufunesi og í Ballygirreen á Írlandi. Fjarskiptastöðin í Ballygirreen þjónar fjarskiptum í Shanwick flugstjórnarsvæðinu sem er suður af íslenska svæðinu. Hugmyndin er að í stað þess að skipta flugumferðinni milli stöðvanna á mörkum flugstjórnarsvæðanna verði henni skipt þannig að umferðartopparnir hjá hvorri stöð verði sem minnstir. Þetta mun bæta þjónustuna og væntanlega lækka tilkostnað. Á sama tíma munu stöðvarnar einnig þjóna sem varastöðvar fyrir hvora aðra, sem lækkaar stofnkostnað og rekstrarkostnað þar sem ekki verður nauðsyn á að reisa nýja varastöð. Samvinna við Írsku radio stöðina í Shannon var tekin upp í apríl 2006 með samtengdum skeytaafgreiðslukerfum með möguleika á sameiginlegum „traffic“ lista sem gerir báðum stöðvum kleift að afgreiða flugvélar í svæði hvors annars. Nýtt skeytaafgreiðslu kerfi fyrir alþjóða flugþjónustuna var tekið í notkun 28. febrúar 2007 Nýtt afgreiðslukerfi fyrir senda og móttakaraval er í vinnslu og verður tekið í notkun haust 2013 til vor 2014 og munu þá báðar stöðvar geta afgreitt á tækjabúnað hvors annars.  
 

Þessi fróðleikur er fenginn að mestu frá srarfsmönnum í Gufunesi.

Myndin er tekin í Skógasafni þar sem elstu vinnuborð frá Loftskeytastöðinni í Gufunes eru til sýnis ásamt hljóðupptökum þeirra tíma.

Sig.Harðarson

Dags: 27 05 2013

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Fröken klukka 04.dags: 19.03.2014

Loftskeytaklefi í Skógarsafnidags: 27.05.2013

Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .dags: 16.03.2014

Loftskeytastöđin í Gufunesidags: 27.05.2013

Byggđasafniđ Garđidags: 17.04.2011

NMT farsímakerfiđ ţjónađi Íslendingum í 24 ár. dags: 30.11.2010

Gamla NMT farsímakerfiđ lifir áframdags: 17.04.2011

NMT sendar móđurkerfisins.dags: 18.04.2011

Fjarskiptasafniđ á Skógumdags: 21.07.2009

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265