ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fróðleikur
Hvernig er best ađ međhöndla rafhlöđur ?

MEÐHÖNDLUN Á RAFHLÖÐUM


 


 


1.        Aldrei hafa rafhlöður nálægt eldi. Þær geta sprungið.


2.        Fjarlægið strax dauðar eða veikar rafhlöður úr tækjum.


3.         Blandið ekki nýjum og gömlum rafhlöðum saman. Það getur valdi leka úr rafhlöðu. Skiptið ætíð um allar rafhlöðurnar á sama tíma.


4.        Blandið ekki tegundum saman í tæki. Það getur valdið leka úr rafhlöðu. Dæmi um mismunandi tegundir eru t.d.Alkaline. Endurhlaðalegar rafhlöður og heavy duty..


5.        Gætið að setja rafhlöðurnar rétt í þ.e.a.s. plús í plús og mínus í mínus.


6.        Skiljið ekki eftir rafhlöðudrifið tæki á, ef rafhlöðurnar eru orðnar lélegar. Það getur valdið leka.


7.        Fjarlægið ávalt allar rafhlöður úr tækjum sem ekki verða í notkun í langan tíma.


8.        Geymið rafhlöður á köldum þurrum stað. Haldið hita jöfnuði á rafhlöðum. Geymið rafhlöður í upprunalegu eða góðum umbúðum þar til þau eru tekin í notkun. 


 Lithium-ion rafhlöður hafa tiltölulega litla umhverfismengun þegar þeim er fargað.


Ni-cad rafhlöðður er best að fullhlaða og full tæma helst í hvert skipti.


NIKKEL CADMIUM (Ni-Cd) og NIKKEL METAL HYDRIDE (Ni-MH) rafhlöður.
 

Aldrei láta nikkel rafhlöðu vera í hleðslutæki í meira en nokkra daga, jafnvel þó um sé að ræða rólega hleðslu. Of löng hleðsla getur orsakað að minnisvandamál skapist í rafhlöðunni.

 Byrjið endurhleðslu þegar tækið með rafhlöðunni fer að sýna lága hleðslu; “low battery”. Ef gerð eru mistök við að djúphlaða rafhlöðu geta myndast krystallar í henni sem skapa minnisvandamál.


Rafhlöður er vandmeðfarinn vara og byrjar að rýrna alveg frá því hún yfirgefur verksmiðjuna. Það hefur oft komið fyrir að bilun í rafhlöðum má beinlínis rekja til rangrar meðhöndlunar og geymslu hjá rafhlöðubyrgjum eða notendum. Hér eru því einfaldar reglur um meðhöndlun rafhlaðna


 Almennar ráðleggingar um meðhöndlun á geymslu á Nickel og Lithium rafhlöðum.


Geymið rafhlöður í kaldri og þurri geymslu.


Forðist að tengja rafhlöður við tæki beint úr langri geymslu, það getur valdið leka úr rafhlöðunni.


Ekki fullhlaða lithium og nikkel rafhlöður fyrir geymslu. Hafið þær aðeins hlaðnar og setjið þær í fulla hleðslu áður en þær fara í notkun.


Haldið ætíð rafhlöðupakka þurrum.


Athugið að vel sé gengið frá öllum tengingum við rafhlöðuna.


Til að forðast slysi frá skammhlaupi látið aldrei málmhlut kom nærri pólum rafhlöðunnar.


Látil rafhlöðuna hlaðast að fullu. Varist að trufla hleðslu.


Haldið rafhlöðum frá hita, eldi og beinu sólaljósi.


Forðist að hlaða rafhlöður í kulda eða kalda rafhlöðu.


Takið ekki í sundur eða reynið að breyta rafhlöðu pakka.


Látið aldrei nikkel rafhlöður vera í hleðslutæki í langan tíma, ekki meira en nokkra daga. Jafnvel þó um sé að ræða rólega hleðslu. Of löng hleðsla getur haft áhrif á mynni rafhlöðunnar.


Hlaðið rafhlöðuna þegar “low battery” birtist í tækinu.


Best er að hafa herbergishita um 22°C þegar hlaða á rafhlöður. Hleðsla undir 4.4°C eða yfir 40°C herbergishita getur skemmt rafhlöðuna.


 Geymsla á rafhlöðum

Dæmigerður geymslutími á Ni-Cd rafhlöðum er 2-3 ár. Rýmd Ni-Cd rafhlöðu tapast um 10% á fyrstu 24 tímunum, síðan 10% hverja 30 daga eftir það.


Dæmigerður geymslutími á Ni-MH rafhlöðum eru 2 ár. Sjálfafhleðsla á Ni-MH rafhlöðum er um það bil 1.5-2 sinnum hraðari en á Ni-Cd rafhlöðum. Allar nikkel rafhlöður afhlaðast hraðar eftir því sem hitastig hækkar.


Ef geyma á rafhlöður lengur en í 90 daga er mælt með að hlaða þær eftir hverja 90 daga til að viðhalda hleðslu eiginleikunum.
 

Alkaline Rafhlöður

Rafskautin eru Zinc og Magnesium oxide með alkaline rafvökva.


Alkalírafhlöður (alkaline) er nú tvímælalaust algengasta 1. stigsrafhlaða. U. þ. b. 70% af öllum einnota rafhlöðum sem seljast eru alkalígerðar. Nafnið á þessari tegund rafhlöðu kemur til af því að raflausnin samanstendur af alkalískum lút, kalíumhydroxíði. Uppbygging rafhlöðunnar og efni í rafskautunum er í grundvallaratriðum sú sama og í brúnsteinsrafhlöðunum. Jafnvel þótt alkalírafhlöður séu dýrari gefa þær miklu meiri orku/krónu en samskonar brúnsteins- eða aðrar gerðir. Alkalírafhlöður þola miklu meiri hleðslu og virka á meira hitabili: -10 til +50° C. Alkalírafhlöður innihalda í dag enga þungmálma eins og kadmíum eða kvikasilfur og má því líta á sem umhverfisvænan valkost.


Zink-Carbon Rafhlöður


Zink-Carbon efnasamsetning er notuð í AA,C og D rafhlöðum. Rafskaut þeirra eru Zink og Carbon með acidic klístur á milli þeirra sem virkar sem rafvökvi.
 

Brúnsteinsrafhlaðan eða smárarafhlaða var lengi vel algengasta 1. stigs rafhlaðan á markaðinum. Plússkaut rafhlöðunnar er stafur úr koli sem umlukinn er af mangandíoxíði í duftformi. Mínusskautið er formað eins og bikar og samanstendur af zinki og á milli beggja þessara skauta er súr raflausn sem samanstendur af salmíaki og zinkklóríði. Rafhlaðan framleiðir rafspennu upp í 1,5 V sem síðan minnkar eftir því sem orkan er notuð. Rafhlaðan gefur mesta orku við stofuhita og þegar allt hitasvæðið er +10 til +40°C. Brúnsteinsrafhlöður eru til í mismunandi útfærslu þar sem smárarafhlöðurnar hafa nú nánast vikið fyrir rafhlöðum sem gefa meiri orku og þola meiri straumgjöf.

Nickel Cadmium Rafhlaða


Svíinn Waldimar Junger kynnti nickel cadmium rafhlöðuna árið 1899. Á þeim tíma voru efnin sem notuð voru mjög dýr í samanburði við aðrar tegundir rafhlaða sem þá voru til, auk þess sem hún hafði takmarkað notagildi. Árið 1932 var byrjað að setja virka efnið inn í holótta nickel plötu sem electroðu og árið 1947 var byrjað að framleiða lokaðar nickel Cadmium rafhlöður.


Frekar en að hafa loftgat, er innra gas sem myndast við hleðslu samlagað. Þessi framþróun er undirstaða nútíma nickel cadmium rafhlaðna sem notaðar eru í dag. Vegna eigin leika nickel cadmium rafhlaðanna við að taka bæði hraða og hæga hleðslu og afhleðslu, eru þær mjög áreiðanlegar þar sem mikið liggur við. Önnur efni vilja hels grunna afhleðslu og hægan straum.


Það er ekki gott fyrir nickel cadmium að vera í hleðslutæki dögum saman án notkunar eða ver notuð öðru hvoru í stuttan tíma. Full afhleðsla er mjög áríðandi fyrir þessa tegund af rafhlöðu, ef það er ekki gert myndast kristallar á skautum þeirra og hindra fulla hleðslu smá saman. Hefur þetta verið kallað rafhlöðumynni.


Á meðal endurhlaðanlegra rafhlaðna hefur Nickel cadmium rafhlaðan verið vinsæl í talastöðvum, í neyðartækjum spítala og í verkfærum.


Nickel Metal Hydride (NiMH).


Þessar rafhlöður voru kynntar upp úr 1990 sem arftaki eldri efnasambanda eins og Nickel Cadmium. Þrátt fyrir að hafa örlítið minnisvandamál, eru NiMH rafhlöður mun áræðanlegri en NiCd rafhlöðurnar. Í samanburði við NiCd rafhlöður af sömu stærð NiMH rafhlaða með 30-40% meiri hleðslu. Þá er einnig hægt að endurhlaða NiMH rafhlöður um 60% á um 15 mínútum. Það eru dæmi þess að NiMH raflaða hafi dugað helmingi lengur en NiCd rafhlaðan.


Lithium Ion (LilON)


Lang vinsælasta rafhlaðan í dag er Li-ION rafhlaðan sem hefur tekið við af NiMH í símtækjum. Hún hefur mjög góða hleðslu miðað við þyngd. Þær eru endurhlaðanlegar. Kostir hennar eru ýmsir hún er með 3.7 volta spennu hún hefur mikla orkurýmd (mAh) sem þýðir mynni rafhlaða og léttari. Það er ekkert hleðslu mynni í henni og er því óháð hleðslu aðferð, lág sjálfsafhleðsla. Þær hafa því 4 hluti fram yfir NiMH rafhlöðurnar.


Bið og taltími er 40% lengri í símumen með NiMH rafhlöðu.


Léttari og meira pökkuð en NiMH rafhlaðan.


Minnisvandamál er ekki fyrir hendi.


Lengri líftími sem er um það bil 30% lengra en NiMh rafhlöðurnar því hægt er að hlaða og afhlaða þær oftar.


Lithium Polymer (Li-Poly).


Nýjasta og mesta framtíðar tæknin fyrir t.d. GSM síma er Li-Poly rafhlaðan. Þetta er nýjasta tæknin í framleiðslu rafhlaða og hefur á að geyma mestu samanþjappaðri orkunni. Þau eru einstaklega létt og þunn, og sennilega með mesta líftíma miðað við ummál. Li-Poly rafhlaðan hefur allt sem LiION hefur en hefur tvisvar sinnum lengri líftíma.


Lead-Acid Geymar.


Aðallega notaðar í bílum, rafskautin eru gerð úr blýi með sterkri sýru upplausn og eru endurhlaðanleg.


Zinc-Air Rafhlöður


Þessar rafhlöður eru léttar og endurhlaðanlegar.


Zinc-Mercury Oxide Rafhlöður.


Mikið notaðar í heyrnatækjum.


Silver-Zinc Rafhlöður


Eru notaðar í flugiðnaði vegna mjög góðs hlutfalls milli þyngdar og orkuhleðslu.


Algengt er að tala um einota rafhlöður og hlaðanlegar rafhlöður á markaðinum. Þá er gjarnan talað um einota rafhlöðurnar sem spilli efni þar sem þær eru ekki endurhlaðanlegar, eftir að þær hafa tæmst. Ber því að farga þeim á réttan hátt, sem er á söfnunarstaði fyrir rafhlöður


Hlaðanlegar rafhlöður er hægt að endur hlaða allt að 1000 sinnum, allt eftir meðferð. Þrátt fyrir að margar þeirra eru ekki flokkaðar sem spilliefni er full ástæða til að farga þeim eins og um spilliefni sé að ræða. Þær hafa það fram yfir eldri gerðir að innihalda hvorki Cadmium  eða kvikasilfur.


 


Einnota Rafhlöður.                              Spenna pr/cellu                                   Algeng notkun                                    


Alkaline                                                     1.5 VDC                                          Leikföng, Fjarstýringar,Spilara.


Carbon Zinc                                              1.5 VDC                                          Klukkur, Útvörp Reykskynjara.


Lithium hnapparafhlöður                        3.0 VDC                                          Reiknivélar, Klukkur,


Lithium Photo                                           3.0 / 6.0 VDC                                 Myndavélar


Silver Oxide                                               1.55 VDC                                        Úr


Zink Air                                                     1.4 VDC                                          Heyrnartæki


Hlaðanlegar Rafhlöður


Ni-MH                                        1.2 VDC                            Digital myndavélar, Spilara, Fjarstýringar


 


Ni-Cd                                         1.2 VDC                            Spilarar, Fjarstýringar


 


Li-ion                                          3.6 – 3.7 VDC                   Hand Tölvur, GSM símar, Digital Myndavélar.                


Kostir Nickel Cadmium


Hröð og einföld hleðsla, jafnvel eftir langa geymslu.


Oft hægt að hlaða og afhlaða – ef rétt meðhöndlun er viðhöfð er hægt að hlaða og afhlaða um 1000 sinnum.


Góðir hleðslu eiginleikar – hægt að hlaða við fremur lágt hitastig.


Hefur langan líftíma – mögulega allt að 5 ára geymslutími. Forhleðsla fyrir notkun er þó nauðsynleg.


Einfalt í geymslu og í flutningi – flest fragtflugfélög flytja Nickel Cadmium rafhlöður án sérstakra ráðstafana.


Eru góð í lágum hita.


Fyrirgefur misbeitingu – hefur mesta karakterinn af hlaðanlegum rafhlöðum.


Er tiltölulega ódýr – nickel-cadmium er með lægsta kostnaðinn fyrir hverja hleðslu/afhleðslu.


Eru til í mörgum stærðum og gerðum og flestar þeirra eru sívalar.


Gallar


Frekar lág í orku.


Hefur mynnisvandamál – nickel Cadmium þarf að afhlaða og hlaða með reglubundnum hætti.


Er umhverfisspillandi – nickel cadmium hefur eiturefni. Er bannað í sumum löndum.


Með hlutfallslega háa sjálfafhleðslu – þarf að hlaða eftir geymslu.


 Nickel-Metal Hydride Rafhlöður.


Rannsókn á nickel-metal-hydrit samsetningunni byrjaði um 1970 sem geymslustaður fyrir vetni (hydrogen) fyrir nickel hydrogen rafhlöður. Í dag eru nickel-hydrogen aðalega notaðar fyrir geymferðir. Nickel-Hydrogen eru fyrirferðamiklar, þurfa stál kassa sem þolir háan þrýsting, og þar fyrir utan þá kosta þeir þúsundir króna hver cella.


Snemma á tilraunatímanum á nickel-metal hybrid, var metal hydrit málmblandan ójöfn í sellunni og náði ekki væntingum manna. Útkoman varð því sú að það hægði á þróuninni á rafhlöðunni. Ný hydrit málmblanda var þróuð upp úr 1980 sem var nægjanlega stöðug til að hafa í sellunni. Síðan þá hefur verið stöðug framþróun í þessari tækni.


Vinsældir Nickel Metal Hydride hafa aðalega verið vegna hárrar orku getu og notkun á umhverfisvænum málmi. Nýjustu nickel-metal hydride rafhlöðurnar hafa allt að 40% meiri orkugetu heldur en venjulegar Nickel-Cadmium rafhlöður.


Þessum upplýsingum safnaði Grétar Felix Felixson rafeindarvirki saman til fróðleiks fyrir þá sem lesa heimasíðuna

Dags: 18 07 2009

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Fađir GSM símanns.dags: 05.01.2015

Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 árdags: 28.12.2014

Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.dags: 14.10.2012

Minnsti NMT síminn.dags: 16.03.2014

Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.dags: 16.03.2014

Dancall Login GSM model 1992.dags: 16.03.2014

Sagan um ţróun NMT farsímakerfanna í stuttu máli: dags: 02.10.2010

Hvernig ţróađist notkun farsíma á norđurlöndunum ?dags: 17.10.2010

Blađiđ FARSÍMAFRÉTTIR fyrir NMT notendurdags: 24.10.2010

Hvar var fyrsta SMS skeytiđ sent ?dags: 20.03.2011

Farsíminn átti 65 ára afmćli áriđ 2011dags: 11.04.2011

Ţróun fjarskiptatćkninnardags: 20.07.2009

Hvar er best ađ hafa VHF loftnet á bílnum ?dags: 17.10.2009

Sólarsellur er framtíđindags: 17.09.2009

Á Grćnlandi er bergiđ eins og gler.dags: 01.11.2009

Oft er erfitt á fjöllum.dags: 01.11.2009

Skilabođ til unga fólksins.dags: 17.10.2009

Rafmengundags: 07.12.2008

Rafhlađnadags: 19.07.2009

Hvernig er best ađ međhöndla rafhlöđur ?dags: 18.07.2009

Raf og Rafsegulsviđs- mengundags: 20.09.2009

Vitinn á Fonti nýtir sólinadags: 27.10.2009

Rafmagnshitateppi eđa hitapokar. dags: 17.10.2009

Fađir CB talstöđva.dags: 05.12.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265