ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fróðleikur
Ţróun fjarskiptatćkninnar

            Merk tímamót í sögu fjarskiptanna


Samantekt þessi var gerð til fróðleiks fyrir gesti sem skoða Fjarskiptasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum. Stiklað er á stóru um þróun fjarskiptatækninnar. Á safninu eru talstöðvar allt frá árinu 1940 og fram til þess sem enn er verið að notað. Mörg ártölin hér fyrir neðan höfða til þess tíma þegar þessi tæki komu ný á markaðinn og þar til þess tíma þegar notkun margra þeirra lauk. Undirritaður telur að saga nútíma fjarskiptatækni hafi byrjað þegar menn náðu að beisla rafmagnið og skilja hvernig það hagar sér. Áður notuðu menn reykmerki og veifur til að koma boðum milli fjarlægra staða.


 


                        Árið 1800 er merk tímamót í sögu rafmagnsfræðinnar og nútíma fjarskiptatækni.


Á miðju árinu 1800 tekst Ítalska eðlisfræðingnum Alessandro Volta að framkalla stöðuga spennu og geyma hana í þar til gerðu íláti. Þar með var kominn vísir að "Rafhlöðunni" og aðferð til að nýta þessa orku. Einingin “volt” er kennd við þennan eðlisfræðing. “Volt” er heiti fyrir spennu í raffræðinni. Síðar náðu menn tökum á að breyta yfir í mismunandi spennu svo sem Jafnspennu og Riðspennu. Jafnspenna er stöðug með plús og mínus. Riðspenna víxlar plús og mínus jafnt. Veituspenna Íslendinga er 50 rið, víxlar plús og mínus 50 sinnum á sek. Bandaríkin nota 60 rið.


 


1820     Daninn H.C. Örsted finnur fyrir tilviljun að rafstraumu fyrlgir segulsvið og leggur þar með grunninn að þróun boðsendinga með þræði. Franski eðlisfræðingurinn André Maria Ampère sýndi fram á greinarmun á straum og spennu. Hann notfærði sér uppfinningu Östeds og bjó til nálaritsímann. Einingin “Amper” sem er heiti fyrir straum í raffræðinni er kennd við hann. 


1826     “Ohm” er heiti fyrir viðnám og kennt við þýskan eðlisfræðing, Georg Símon Ohm. Hann sýndi fram á mismunandi viðnám í leiðurum. Gríski stafurinn " Ω ", er tákn fyrir viðnám.                


 


Amper, volt, ohm = Straumur, spenna, viðnám.


Raffræðin byggir á þessum stöðlum og eftirfarandi þróun fór af stað:


 


1833    Þjóðverjar gera tilraunir með ritsíma. Fyrir þá tilraun var lögð 1 km. Löng loftlína. Þá var búið að smíða nothæfan búnað til að láta nál hreyfast með rafboðum.


1845    Lengsta ritsímalína í heiminum á þeim tíma var tekin í notkun milli Washington og Baltimore í Bandaríkjunum að tilstuðlan Samuel F.B. Morse sem einnig fann upp stafrófið sem kennt er við hann. Síðar var því breytt og aðlagað alþjóðlegum þörfum og er það sem þekkt er í dag.


1850    Fyrsti sæsímastrengur lagður í heiminum. Það var yfir Ermarsund.


1876    Bandaríkjamaðurinn A.G. Bell fann upp talsímann. Fyrstu orðin sem töluð voru í síma eru þegar Bell prófar búnaðinn með aðstoðarmanni sínum. "Mr. Watson, come here. I want you".


1877    Fyrsta símstöðin í heiminum var byggð í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum.


1878    Kolkornahljóðneminn,Carbon microphone var fyrst framleiddur í þeirri mynd sem hann er enn í dag. Langlífastur hefur hann verið í dyrasímum og flugtalstöðvum.


1887    Henrich Hertz sýndi fram á tilvist rafsegulbylgjunnar. Mælieiningin " Hertz" er kent við hann. Vísindamenn þróuðu síðan nýtingu mismunandi tíðnisviða fyrir loftskeyti á grunni þessarar kenningar.


1889    Fyrsti talsíminn á Íslandi var settur upp á Ísafirði. Það var 17 árum áður en ritsíminn var tekinn í notkun hér á landi.


1890    Talsími lagður milli Reykjavíkur og Hafnafjarðar, rúmlega 11 km. vegalengd. Þótti mikil bylting á þeim tíma.


1891    Á Alþingi eru gerðar áætlanir um að leggja “Málþráð” (það er símalína) frá Reykjavík til Akureyrar og  Ísafjarðar.


1894    Hjalti Jónson frá Vestmannaeyjum (Eldeyjarhjalti) klýfur fyrstur manna Eldey. 114 árum síðar, árið 2008 var sett upp 34 Mb örbylgjusamband fyrir vefmyndavél á vegum heimasíðu Reykjanesbæjar. Eldey er eini alfriðaði Súlustaður í heiminum í dag.


1895    Ítalanum Guglielmo Marconi tekst að senda fyrsta þráðlausa loftskeytið í heiminum.


1896    Marconi fær einkaleyfi á þráðlausum fjarskiptum.


1897    Í fyrsta skipti tekst að  send loftskeyti yfir 15 km vegalengd. Þar var yfir Bristol flóann í Englandi


1899    Tækin urðu kraftmeiri með hverju árinu. Þetta ár tókst að senda þráðlaus fjarskipti           yfir 300 km       vegalengd.


1900    Nikola Tesla gerir tilraunir með að nota sólina til að hita upp vatn sem gæti síðan knúið rafal. Núna, rúmum 100 árum síðar eru sólarsellur orðnar algengar til að framleiðslu rafmagns og hita vatn til upphitunar húsa.


1901    Marconi tekst að senda þráðlaust skeyti frá Englandi til Bandaríkjanna


1902    Daninn Valdimar Poulsen fann upp aðferð til að senda "tal" þráðlaust.


1903    “SOS”. Á ráðstefnu í Berlín um fjarskiptamál var samþykkt að nota SOS sem alþjóðalegt neyðarkall á Morse.


1904    Nafnui "Sími" í stað telephone var að festast í íslenskri tungu. Í ræðum á Alþingi þetta árið var sími meira notað en telephone. Orðið er komið úr Latínu og þýðir þráður.


1905    Við Höfða í Reykjavík var búið að reisa 50 m. loftskeytamastur. 26. júní var tekið á móti fyrsta loftskeytinu til Íslandi og þar með einangrun landsins rofin.


1906    Sæstrengur var lagður frá Bretlandi til Íslands og símalína frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Ritsímaþjónusta milli Íslands og Evrópu var opnuð og Landsími Íslands tók til starfa.


1912    Títanic slysið ýtir undir fjölgun loftskeytatækja í skipum. Skyldað er að hlusta allan sólahringinn á neyðarbylgju skipa og þannig er enn í dag. Eingöngu var notast við morse sendingar á þeim tíma. Hlustað er 3 mín. yfir heilan og hálfan tíma. Eftir að tal viðskipti hófust er hlustunarskylda áfram á sömu tímum,


            Neyðarkallið á tali er „Mayday, Mayday, Mayday“.


1913    Áhugamenn á Seyðisfirði senda þráðlaust milli lands og skips með heimasmíðuðum tækjum.


1914    Framleiðsla lampasenda hefst og með því jukust gæði og langdrægni fjarskipta.


1915    Fyrstur Íslendinga sem náði útvarpssendingum frá London og París var Þorsteinn Gíslason á Seyðisfirði. Hann notaði heimasmíðað útvarpsviðtæki.


1916    Lengsta útsending útvarpsstöðvar fram að þessu, um 6 tímar á sér stað í Bandaríkjunum.


1917    Frá varðskipinu Íslands Falk eru gerðar tilraunir með að senda skeyti þráðlaust. Tekið var á móti sendingunni á Símstöðinni í Reykjavík og þótti talsvert afrek á þeim tíma.


1918    Loftskeytastöðin í Reykjavík tekur til starfa. Öll fjarskipti fara fram á Morse.


1919    Talstöð sett upp í Flatey á Breiðafirði. Stöðin var úr Goðafossi sem strandaði skömmu áður. Rætt var um að leggja sæstreng fyrir síma en talstöð varð fyrir valinu. Ennþá hefur ekki verið lagður sæstrengur til Flateyjar og rafmagn er framleitt með diseilvél fyrir eyjaskeggja.


1920    Otto P Arnar gerir tilraun með útvarpssendingar fyrstur manna á Íslandi. Fyrsta Íslenska fiskiskipið fær loftskeytatæki, það var togarinn Egill Skallagrímsson.


1921    Vestmannaeyjar komast í talstöðvasamband. Sendistöðvar eru þá komnar í þrjá Íslenska togara.


1922    Fyrsti loftskeytamaðurinn ráðinn um borð í Íslenskt fiskiskip, togarann Belgaum.


1924    Neistasendir var smíðaður á Íslandi fyrir Reykjavík Radio. Sendistyrkurinn var 2 kW.Sendirinn reyndist vel og enntist lengi án mikils viðhalds.


1925    Þetta ár voru 40 ísl. skip kominn með talstöðvar. Eingöngu voru það kaupskip og nokkrir togarar.


1926    Fyrsta útvarpsstöð Íslendinga tekur til starfa. Otto P Arnars hóf rekstur útvarpstöðvarinnar.Rextur hennar stóð aðeins yfir í tvö ár.


1927    Talsamband tekur við af Morse á milli London og New York.


1928    Tvær talstöðvar með 1 watts sendiafli smíðaðar á Íslandi til prufu fyrir minni fiskibáta.


1929    Bergur Gíslason kaupsýslumaður talar til Englands með heimasmíðuðum sendi. Hann er því fyrsti íslenski "Radíóamatörinn“ sem nær þeim árangri.


1930    Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína með nýrri langbylgjustöð á Vatnsenda. Tekin voru upp talviðskipti við íslensk skip sama ár.


1931    Viðtækjaverslun Ríkisins hóf sölu útvarpstækja í kjölfar stofnun Ríkisútvarpsins.


            Tækin kostuðu þá á bilinu 150 - 500 kr.


1932    Fyrstu íslensku síldarskipin prófa talstöðvar


1933    Verkstæði Ríkisútvarpsins byrjar smíði útvarpsviðtækja m.a. fyrir skip og báta.


1934    Talstöðvum í bátum fjölgaði mikið og fór fjöldinn fljótlega yfir 100 á stuttum tíma.


1935    Loftskeytastöðin í Gufunesi tekur til starfa. Landsíminn byrjar að framleiða bátatalstöðvar.


1936    Loftskeytastöðvum fjölgað umhverfis landið fyrir þjónustu við bátaflotann


1938    Loftskeytastöðvar byrja með talsímaafgreiðsla milli skipa og símnotenda í landi.


1939    Nálægt helmingur skipaflota Íslendinga var komin með talstöðvar, samtals 270 skip af 600.


1940    Breski herinn tekur yfir stjórn og eftirlit fjarskipta við Ísland


1941    Frá Grímsey, Flatey og Málmey var farið að senda daglega veðurskeyti. Til að senda skeytin í land voru notaðar talstöðvar því sími kom ekki í eyjarnar fyrir en mörgum árum síðar.


1942    Tilraunir gerðar með Loran staðsetningakerfi. Það hét Loran-A. Nokkrum árum síðar kom fullkomnari tækni sem heitir Loran-C. Nokkur slík kerfi eru enn í gangi


1943    Þjónusta aukin við skipaflotann með nýrri hlustunarstöð skammt frá Siglufirði.


1944    Lögreglan í Reykjavík prófar millibylgju talstöðvar sem Landsíminn smíðaði. Þær reyndust illa í þéttbýli vegna truflana á tíðnisviðinu. Notkun þeirra var fljótlega hætt.


1945    Eftirliti hersins var aflétt af fjarskiptum Íslendinga. Póstur og Sími tekur yfir alla fjarskiptaþjónustu.


1946    Fjarskipti vegna alþjóðaflugs hefjast frá landinu, eingöngu á Morse. Sama ár var stofnað félagið Íslenskir radíóamatörar, skammstafað Í.R.A.. Félagið starfar enn í dag með miklum blóma.


1947    Loftskeytastöðin í Gufunesi fær ný tæki og þar með hefjast talviðskipti á stuttbylgjum milli Íslands og Bandaríkjanna. Morse var áfram notað samhliða.


1948    Lögreglan í Reykjavík tekur í notkun nýja gerð VHF talstöðva frá fyrirtækinu Motorola í Bandaríkjunum. 60 árum síðar, árið 2008 hættir lögreglan notkun VHF talstöðva og færir öll sín fjarskipti yfir í stafrænt fjarskiptakerfi.    


1949    Nýtt skipulag var búið til fyrir íslensk skip á notkun ákveðinna bylgjulengda fyrir tal og símaþjónustu.


1950    Byrjað að nota talsenda á stuttbylgjum við skip. Morse var notað áfram.


1951    Á þessu ári var talstöð sett í fyrsta fjallabílinn á Íslandi, R-346 í eigu Guðmundar Jónassonar fjallabílstjóra.


            Þetta var bátatalstöð sem var breytt svo hægt væri að nota hana í bíl.


            Farinn var Þingvallahringur til prufu.  Loftnetið var langur vír lagður á þak bílsins.


            Tilraunin sannaði að þetta væri ómissandi öryggistæki í fjallabíla og svo er enn í dag.


1952    Samskipti við flugvélar færast að mestu yfir á talsenda. Viðskipti á Morse fara minnkandi.


1953    Fjallabílum með talstöðvar fjölgar á landinu. Þar á meðal "Pálína" bíll Páls Arasonar fjallabílstjóra. Björgunarsveitir nota í fyrsta skipti talstöðvar í leit eftir flugslys á Mýrdalsjökli.


1954    Slökkviliðið í Reykjavík fær sína fyrstu VHF talstöð sem var sett í dælubíl. Stöðin var notuð til ársins 1981, samtals 27 ár. Þessi stöð er varðveitt á safninu á Skógum.


1955  Leigubílastöðin Steindór í Reykjavík tekur í notkun VHF talstöðvar frá danska fyrirtækinu M.P. Petersen. Fyrsta eintakið er varðveitt á safninu á Skógum.


1956    Verkfræðingurinn Carl Eiríksson útbjó sér þráðlaust boðtæki til að geta fylgst með ófrískri eiginkonu sinni fram að barnsburði. Sennilega er þetta fyrsta þráðlausa boðtækið á Íslandi


            Landsíminn setur upp boðsendakerfi 34 árum seinna, þ.e. Símboðana.


1957    VHF Talstöðvar voru settar í tvo sjúkrabíla í Reykjavík. Það eru fyrstu sjúkrabílar á landinu með talstöðvar.


1958    Björgunarsveitir gera tilraunir með langdrægar talstöðvar í leiðangri á Vatnajökul. Loftnetin voru 50 m langur vír dreginn út frá snjóbílum og látinn liggja ofan á snjónum. Þessi aðferð var notuð í mörg ár á ferðalögum um jökla landsins á meðan millibylgju talstöðvar voru í notkun.


1959    Bílatalstöðvar sem framleiddar voru hjá Landsímanum fjölgar mikið í rútum og fjallabílum á þessu ári.


1960    Morse fjarskiptum við flugvélar er hætt og eingöngu notaðir talsendar.  


1961    Gufunes-radíó tekur formlega upp sólahrings þjónustu við bíla á tíðninni 2790 kHz.


1962    Samskipti Íslands við útlönd færast að mestu leiti yfir á nýjan sæstreng. Um leið er Telexþjónusta tekin upp á Íslandi


1963  Gamla Loftskeytastöðin á Melunum lögð niður og öll starfsemi flutt upp í Gufunes. Hæsta mannvirki í Evrópu á þeim tíma var reyst á Íslandi. Það var Lóran mastrið á Gufuskálum, 412 m. hátt og vegur tæp 400 tonn.


1964    100 KW Langbylgjusendir tekinn í notkun á Vatnsendahæð fyrir Ríkisútvarpið (RUV). Hann leysti af eldri sendi frá árinu 1951.


1965    Innflutningur er hafinn á bílatalstöðvun fyrir tíðnina 2790 kHz. Þessar talstöðvar hafa jafnan gengið undir nafninu
            "Gufunestalstöðvar", kenndar við Loftskeytastöðina í Gufunesi sem þjónustaði notendr þeirra.

1966  Fyrsti einstaklingurinn á Íslandi fær úthlutað sér tíðni í VHF-tíðnisviðinu til notkunar í eigin talstöðvakerfi. Það var Bjarni S. Jónasson rafvirkjameistari í Reykjavík. Hann var jafnframt fyrsti rafvirkjameistarinn á Norðurlöndum til að fjarskiptavæða eigin atvinnurekstur. Upphaflegu tækin hans eru varðveitt á safninu á Skógum.


1967    Landsíminn fer að framleiða ferðatalstöðvar fyrir björgunarsveitir með tíðnunum 2790 og 2912 kHz. Mikil hagræðing var á störfum leitarmanna með tilkomu þeirra því björgunarsveitir áttu engin færanleg fjarskiptatæki nema í bílum. Sama ár hófust talviðskipti við skip á metrabylgju (VHF) með FM-mótun.


1968    Teknir voru í notkun metrabylgjusendar (VHF); FM-mótaðir fyrir viðskipti við flugvélar.


1969    Fyrsta rútufyrirtækið sem tekur í notkun VHF talstöðvar hér á landi var Guðmundur Jónasson hf. Almannavarnir Ríkisinns hefja uppbyggingu VHF neyðarkerfis yfir landið. Byrjað var á Kötlusvæðinu austan Víkur í Mýrdal.


1970    CB talstöðvar njóta í auknu mæli vinsælda hjá almenning. Félag var stofnað sem hét Farstöðvaklúbbur Reykjavíkur (FR félagið). Samskipti mynduðust milli manna á spjallrásum CB talstöðvanna svipað og gerist á “Facebook” í tölvuheiminum nú til dags.


1971    Um 1600 Gufunestalstöðvar eru komnar í bifreiðar á Íslandi um þessar mundir. Skráður fjöldi varð ekki mikið meiri á AM mótuðu talstöðvunum í bílum.


1972    Breyting var gerð á fjarskiptalögum varðandi talstöðvar. Leggja á niður AM mótaðar talstöðvar og taka í notkun SSB mótaðar talstöðva með 10 ára aðlögun. Þetta var gert m.a. vegna aukinna truflana í loftinu og til að nýta tíðnisviðið betur.


1973    Í Vestmannaeyjagosinu kom sér vel hin almenna eign CB talstöðva við aðstoð flóttafólksins eftir að það kom í land, því enginn farsími var til á þeim tíma. Mikið álag var á símakerfum í Reykjavík og nágrenni, en með hjálp CB stöðvanna gengu samskiptin fljótar fyrir sig.


1974    Á þessu ári voru settar upp talstöðvar á flesta bæi á Hvítársíðu á vegum Almannavarna Ríkisins vegna tíðra jarðskjálfta og ótta við að símalínur slitni ef til eldgoss kæmi.


1975    Nokkrir áhugamenn með CB talstöðvar eru ásakaðir um að  trufla útvarpssendingar og lenda í stríði við Póst og Síma út af þessu máli. Búnaður þeirra var gerður upptækur en reyndist leikföng þegar betur var gáð.


1976    Neyðartalstöðvakerfi á CB bandinu sett upp í Mývatnssveit vegna eldgosa í Leirhnjúk í nágrenni Kröflu.


            Símkerfi sveitarinnar var talið í hættu vegna þess.


1977    Tölvutæknin tekur við af handvirkri vinnslu skeytasendinga til flugvéla.


1978    Fjarskipti við útlönd flutt að mestu leyti af gamla sæstrengnum yfir á Gervihnattasamband um nýju fjarskiptastöðina Skyggni.


1979    Björgunarsveitir fá úthlutað fimm rásir á VHF sviðinu, 160 MHz.. Þetta kerfi er enn í notkun og            hefur rásum fjölgað í tólf síðan.        


1980    Fyrsti endurvarpi björgunarsveita í nýju VHF kerfi var settur upp á Bláfjöll. Á þessu ári hættir Landsíminn framleiðslu talstöðva fyrir bíla og skip.


1981    Eigendafjöldi CB talstöðva á Íslandi nær hámarki á þessu ári. Talinn vera vel yfir 5000. Félagatal Félags Farstöðvaeigenda á Íslandi (FR) var gefið út í 7000 eintökum.


1982    Notkun AM Gufunestalstöðva í bílum hætt og SSB talstöðvar taka við.


1983    002 handvirka farsímakerfið tekið í notkun. Sendistöðvar urðu ekki fleiri en 30 en þrátt fyrir það var langdrægni góð þar sem kerfið var í VHF tíðnisviðinu. Notendur urðu þegar mest var tæplega 600 talsins. Meirihluti notenda voru opinberir aðilar.


1984    Mikil fjölgun SSB Gufunestalstöðva verður á þessu ári því innflutningsgjöld voru felld niður hjá þeim sem átt höfðu eldri gerðir talstöðva, en notkun þeirra var ekki leyfð eftir árið 1982. Fjöldi skráðra tækja  náði hámarki á þessu ári, nálægt 1200 talsins.


1985    Byrjað að leggja ljósleiðara um landið.


1986    NMT sjálfvirka farsímakerfið var tekið í notkun 3. júlí . Skemmtileg tilviljun að það gerðist 110 árum eftir að Bell talaði fyrstur manna  í síma. Í byrjun ágúst setja Björgunarsveitirnar upp heimasmíðaðan VHF endurvarpa á Eyjafjallajökul í tilraunaskini.


1987    Scotice/Icecan sæstrengurinn lagður af. Öll fjarskipti frá Íslandi fara um gervihnetti. Fyrstu tilraunir með að láta sólarsellu hlaða rafgeyma VHF endurvarpa eru gerðar á Eyjafajllajökli.


1988    Lögreglan í Reykjavík tekur í notkun fullkomið VHF fjarskiptakerfi frá Ericsson í Svíþjóð.


1989    Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundi tekur í notkun fjarskiptakerfi sem öryggistæki fyrir gönguhópa í endurhæfingu. 


1990    Landsíminn setur upp boðkerfi um landið (símboðana). Kerfið náði fljótt mikilli útbreiðslu yfir landið og var mjög vinsælt sérstaklega hjá iðnaðarmönnum. Tækin fengu gælunafnið "Frið þjófar".


1991    Björgunarsveitir hefja uppsetningu fjölda sérsmíðaðra lítilla endurvarpa á hæstu fjöll landsins og nýta sólarorkuna til að framleiða rafmagnið. Allt unnið í sjálfboðavinnu.


1992    Lögreglan á Snæfellsnesi tekur í notkun sólardrifinn endurvarpa á fjallinu Kaldnasa. Tækið var smíðað á Íslandi. Rafgeymar og allur búnaður entist í 17 ár án viðhalds.


1993    002 handvirka farsímakerfið lagt niður. Stafrænar gagnasendingar við flugvélar teknar í notkun.


1994    GSM farsímakerfið var formlega tekið í notkun á Íslandi 17. Ágúst.
 
1995    Um 150 sendar fyrir NMT farsímakerfið hafa verið settir upp og nær dreifing þess yfir um 80% landsins.

1996    ADSL og þráðlaus stafræn netkerfi ryðja sér til rúms á Íslandi.


1997    300 kW langbylgjusendir settur upp á Gufuskálum fyrir Ríkisútvarpið á 189 kHz. Lóranmastrið er notað sem loftnet og hefur reynst vonum framar. Sendingar hafa nást langt suður í Evrópu og til Nashville Tennessee í Bandaríkjunum.


1998    Ferðaklúbburinn 4x4 setur upp fyrsta VHF fjarskiptaendurvarpa sinn á Bláfell. 16 endurvarpar eru á vegum klúbbsins árið 2009.


1999    Morse fjarskiptum var hætt formlega frá Loftskeytastöðinni í Gufunesi


2000    TETRA , stafrænt fjarskiptakerfi tekið í notkun, m.a fyrir lögreglu og veitufyrirtækin. Fjöldi NMT síma nær hámarki á þessu ári, eða 1. ágúst er 28.688 skráðir notendur. Í lok ársins var merkjanleg fækkun þeirra en talsverð aukning GSM símnotenda.


2001    Gufunes Radíó hættir sólahrings hlustun á bílabylgjunni 2790 kHz, eftir 40 ára starfsemi. Skráðum eigendum Gufunes-bílatalstöðva hefur fækkað niður í 811. 


2002    Fjarskiptasamband stórbætt á gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur með uppsetningu tveggja VHF endurvarpa. Annar var settur á fjallið Háskerðingi og hinn á Syðra Reykjafjall við Hrafntinnusker.


2003    Skráðir notendur VHF og UHF talstöðva eru 8654 á landinu. Gufunes bílatalstöðvum í notkun hefur fækkað niður í 624 notendur.


2004    Gert var átak í að auka öryggi ferðamanna á hálendinu. Neyðarsendar voru settir í 12 fjallaskála þar sem ekki er símasamband. Síðar var þeim fjölgað umtalsvert.


2005    Nálægt 180 gerðir talstöðva eru í notkun á Íslandi samkvæmt skrá Póst og fjarskiptastofnunar þrátt fyrir mikla aukningu farsíma.


2006    Tekið var í notkun smá hluti á VHF tíðnisviðinu fyrir gjaldfrjálsa notkun skammdrægra senda. 169,4-169,8 MHz.


2007    Talstöðva eigendum hefur fjölgað í nálægt 13.000 manns á landinu. Aðallega eru það ferðamenn og fyrirtæki.


2008    VHF fjarskiptakerfi Almannavarna ríkisins lagt niður eftir 40 ára rekstur. Starfsemin flutt til Ríkislögreglustjóra og færð yfir á Tetra fjarskiptakerfið.


2009    Um 330.000 GSM símkort eru í notkun á Íslandi. Nær 75% landsmanna er því með GSM síma. NMT símnotendum hefur fækkað niður í 11.993. Umtalsverður fjöldi er skráður sem “Frísími” með mjög litla notkun. Talstöðvaeigendum hefur fjölgað í 13.270. 1.febrúar var sæstrengurinn "Greenland Connect" milli Íslands og Grænlands formlega tekinn í notkun. Þar með er kominn háhraðatenging milli landanna, 1114 árum eftir að Eiríkur Rauði fann Grænland.

2010    Slökkt var á NMT farsímakerfinu 1. september eftir 24 ára notkun. Þessi tegund kerfis sem notuð hefur verið á Íslandi og tekin var í notkun 3. Júlí 1986 og því starfrækt í samtals 24 ár og tvo mánuði. Þessi tegund farsímakerfis  ( NMT 1G staðalsins ) var fyrsta al-sjálvirka farsímakerfið í heiminum.  
 
               03.10.2010. Upphaflega var þessum upplýsingun safnað saman í Maí 2009 í tengslum við opnun fjarskiptasafnsins á Skógum undir Eyjafjöllum. Áfram verður bætt við þennan lista um það sem er að gerast markvert í fjarskiptasögunni.

                                    Sigurður Harðarson Rafeindavirki


                                                           


 Dags: 20 07 2009

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Fađir GSM símanns.dags: 05.01.2015

Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 árdags: 28.12.2014

Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.dags: 14.10.2012

Minnsti NMT síminn.dags: 16.03.2014

Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.dags: 16.03.2014

Dancall Login GSM model 1992.dags: 16.03.2014

Sagan um ţróun NMT farsímakerfanna í stuttu máli: dags: 02.10.2010

Hvernig ţróađist notkun farsíma á norđurlöndunum ?dags: 17.10.2010

Blađiđ FARSÍMAFRÉTTIR fyrir NMT notendurdags: 24.10.2010

Hvar var fyrsta SMS skeytiđ sent ?dags: 20.03.2011

Farsíminn átti 65 ára afmćli áriđ 2011dags: 11.04.2011

Ţróun fjarskiptatćkninnardags: 20.07.2009

Hvar er best ađ hafa VHF loftnet á bílnum ?dags: 17.10.2009

Sólarsellur er framtíđindags: 17.09.2009

Á Grćnlandi er bergiđ eins og gler.dags: 01.11.2009

Oft er erfitt á fjöllum.dags: 01.11.2009

Skilabođ til unga fólksins.dags: 17.10.2009

Rafmengundags: 07.12.2008

Rafhlađnadags: 19.07.2009

Hvernig er best ađ međhöndla rafhlöđur ?dags: 18.07.2009

Raf og Rafsegulsviđs- mengundags: 20.09.2009

Vitinn á Fonti nýtir sólinadags: 27.10.2009

Rafmagnshitateppi eđa hitapokar. dags: 17.10.2009

Fađir CB talstöđva.dags: 05.12.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265