ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fróðleikur
Sagan um ţróun NMT farsímakerfanna í stuttu máli:


Upphaflega voru farsímar talstöðvar sem afgreiddar voru handvirkt frá símstöðvum. Þaðan var hringt í síma og síðan tengt við sendi og þannig hægt að tala úr bílnum í viðkomandi síma. Síðar komu kerfi þar sem hægt var að velja númer farstöðvarinnar beint innan kerfisins og í raun þannig að hringja milli bíla en ekki beint í síma úti í bæ fyrr en í NMT kerfin komu til. Hér á Íslandi var fyrsta farsímakerfið þannig að símstöðin hringdi fyrir farstöðina. Það kerfi var kennt við símanúmerið í símstöðinni og hét "002 farsímakerfið". Það kerfi var lagt niður 1993.  Árið 1986 var NMT sjálfvirka farsímakerfið tekið í notkun hér á landi. Nafnið er skammstöfun fyrir hugbúnað sem upphaflega var hannaður árið 1970 í samstafsverkefni nokkurra aðila undir heitinu " Nordic Mobile Telephone" skammstafað NMT. Þessi staðall stendur fyrir fyrsta al-sjálfvirka farsímakerfið sem sett var upp í heiminum. Sænski rafmagnsverkfræðingurinn Östen Mäkitalo er talinn hugmyndasmiðurinn að kerfinu og farsímum af 1G kynslóðinni sem NMT studdist við. Tæknilega þróun verkefnisins var tilbúinn 1973 og fyrstu sendar fullsmíðaðir 1977. staðallinn var strax opinn og öllum frjálst að framleiða tækjabúnað fyrir NMT. Finnar (Mobira) og svíar (Ericsson) voru þeir fyrstu til að smíði NMT síma. Næstir kom danska fyrirtækið Storno sem var í eigu Genar Electric á þeim tíma. Fyrstir til að prófa og gera tilraunir með NMT tæknina voru Finnar, 1978. Fyrsta símkerfið sem opnað var fyrir almenning var í Svíþjóð 1981 og Noregi á sama ári. Finnland og Danmörk komu síðan á eftir 1982. Á Íslandi var það 1986. Á nokkrum stöðum á norðurlöndunum var reyndar samhliða annað kerfi, NMT 900 ( fór af stað1986 ) þar sem 450 MHz kerfin önnuðu ekki fjölda notenda út af þrengslum á tíðnisviðinu. " NMT er skamstöfun á staðli hugbúnaðarins. NMT 450 er kennt við tíðnisviðið 450 MHz. NMT 900 er kennt við tíðnisviðið 900 MHz". Farsímar voru framleiddir á öllum norðurlöndunum utan Íslands og Færeyja. Stærstu framleiðendurnir voru Svíar með síma frá Ericsson og Finnar með Nokia símana. Við Íslendingar vorum síðastir af norðurlöndunum með að hætta notkun NMT þar sem fámenni og fjöllótt landslag gerði okkur kleift að margnýta sömu rásirnar. þar af leiðandi annaði kerfið oftast álaginu. Þó kom stundum fyrir að menn  fengu skilaboðin, "síminn er utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppteknar".  

 

23.03.2011

Þegar slökkt var á NMT kerfinu hér á landi 1. sept. 2010 var ekki ljóst hvort við værum þeir síðustu sem hættum notkun þessara farsíma. Sögusagnir voru um að hugsanlega gæti enn verið í gangi kerfi í Póllandi og jafnvel í Rússlandi. Pólverjar notuðu NMT á stórum svæðum þar sem aldrei höfðu verið sett upp fastlínukerfi.

Nýjustu upplýsingar sem undirritaður hefur í höndunum eftir mikla leit á netinu og tilraunir til að komast fyrir um hvort NMT 450 analoug kerfi séu enn í gangi. Niðurstaðan er að Íslendingar hafi verið þeir síðustu sem hætu notkun NMT símanna. Rússar virðast hafa byrjað að færa sig inn í CTMA stafræna 450 MHz kerfin árið 2005 til 2006. Í fréttum frá Moskvu í Ágúst 2006 kemur fram að þeir slökkvi á NMT kerfunum 1. september sama ár. Í Póllandi var gerður samningur í Apríl 2003 milli Pólska Tele ( TVP ) og fyrirtækisins Growley um lagningu og leigu á ljósleiðarastreng til allra þeirra svæða sem áður notuðu NMT farsíma, en fá nú fastlínukerfi. Þeir hafa því hætt notkun NMT símanna upp úr því.  

 

Eins og fyrr kemur fram var sænska fyrirtækið Ericsson með þeim fyrstu til að framleiða NMT farsíma, enda voru þeir þátttakendur í hönnun þessa staðals. Fyrirtækið var stofnað 1876 af Lars Magnus Ericsson. Fyrirtækið stækkaði hratt og var með yfirburðastöðu á framleiðslu handvirkra símtækja lengi vel. 1916 smíðaði Ericsson 60.000 línu símstöð fyrir Moskvuborg sem var risaverkefni á þeim tíma. Árið 1990 var Ericsson með 35-40 % markaðshlutdeild á síma og símstöðvamarkaðnum. Fram til ársins 1970 var ekki ljóst hvort Ericsson tæki þátt í þróun farsíma. Árið 1978 þegar framkvæmdir hófust við uppbyggingu farsímakerfa með NMT staðlinum var þetta skoðað hjá Ericsson betur. Með tilkomu svokallaða "Stóra Saudi Arabian samningnum" í samvinnu við Philips í Hollandi um útboð í uppsetningu og sölu farsímakerfa sem byggðu á NMT staðlinum breyttust áherslur fyrirtækisins. Hjá Ericsson var þá kominn reynsla og þekking í smíði farsímasenda (móðurstöðvar) í samvinnu við fjarskiptafyrirtækið SRA í Svíþjóð. Á árinu 1980 var ákveðið að setja upp farsímakerfi í Hollandi sem enn jók áhuga Ericsson-manna á hönnun lítilla farsíma. Nokkrir aðilar börðust um bitann því þarna stefndi í stóran markað víða um heim. Þetta voru t.d. fyrirtækin Motorola og Nokia. Í fyrstu var rifst um hvort allir þessir aðilar réðu við hvorutveggja, smíði aðalsendanna og farsímanna. Á endanum hreppti Ericsson hnossið og varð því fyrstu árin stærsti framleiðandi bæði móðurstöðva og farsíma með NMT staðlinum. Hjá starfsmönnum Ericsson var vinsælt á þeim tíma að segja "allt eða ekkert" þegar talað var um farsímaframleiðsluna.   Undirritaður hefur stuðst við upplýsingar frá Pontus Straumstrup við þessa samantekt.   Eftir 1980 var farið að framleiða NMT farsíma víða bæði á norðurlöndunum og í Japan. Á Íslandi voru þegar mest var um 27 þúsund farsímar í notkun. Sendistöðvar voru á 152 stöðum á landinu og náðu til flestra staða bæði þéttbýlla og á hálendinu. Í Febrúar 1998 hófst samstarf þriggja framleiðanda um sameiginlega þróun inn í NMT staðalinn til að auðvelda samkeppni og samnýtingu aukahluta í farsíma. Þetta voru fyrirtækin Ericsson, Benefon og Nokia. Í þessu samstarfi voru hannaðar lausnir eins og neyðarhnappur sem hringdi beint í lögreglu, tal og textaskilaboð og margt fleira. Þetta gaf rekstraraðilum tækifæri á að velja milli framleiðanda án þess að sitja uppi með lausn sem gekk annars ekki nema fyrir eina tegund síma. 

 

Ericsson.   Hjá Ericsson var hannaður og gerði tilraunir með  í raun fyrsta farsíma í bíl árið 1956. Verkefnið hafði vinnuheitið MTA. Tækið var 40 kíló á þyngd, enda eingöngu lampatæki og kostaði svipað og nýr Volvo á þeim tíma. Sett var upp sérstakt símakerfi í Stokkholm fyrir þessa síma sem annaði mest 100 notendum fyrst um sinn en var stækkað síðar í allt að 600 númer. Í fréttatilkynningu frá þeim tíma var sérstaklega tekið fram að eingöngu hefðu "ríkir læknar" og lögfræðingar efni á að nota þessi tæki. Allt til ársins 1987 voru farsímar stór og þung tæki. Eftir að framleiðsla NMT símanna fór af stað voru fyrstu símarnir frá 4.5 kg. til 8.3 kg eftir tegundum og því ekki nothæf nema sem bílasímar. Á því ári, 1987 kynnti þáverandi forstjóri Ericsson Nyls Ridbeck nýjan lítinn síma fyrir NMT farsímastaðalinn sem hannaður var upphaflega vegna þrístings frá lögreglunni í Lundi. Sá sími var aldrei fluttur til Íslands. Fljótlega komu fleiri að hönnun lítilla farsíma og hefur sú þróun verið fram á þennan dag eins og allir þekkja. Árið 2000 unnu allt að 100.000 starfsmenn hjá Ericsson í 130 löndum við uppsetningu, rekstur og sölu í tengslum við farsíma og símstöðvar.  

Benefon.   Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Nokia stofnuðu lítið fyrirtæki sem fékk nafnið Benefon. Þeir settu sér það markmið að vera eingöngu með hágæðavöru og fengu fljótlega alþjóða viðurkenningu fyrir framsýni og traust tæki. Þeir komu fyrstir með símsvara í farsíma.  1989 kom á markaðinn Benefon Forte síminn sem var fyrsti farsíminn með símsvara. 1990, Benefone Class var fyrsti farsíminn með þráðlaust tól. 1992, Benefone Smart var fyrsti síminn sem kom í mismunandi litum og árið 2000 Benefone Twin var fyrsti tveggja banda síminn sem gat þá unnið á bæði 450 og 900 MHz tíðnisviðunum. Benefon Forte síminn með símsvaranum á metið með lengstan líftíma allra tegunda af NMT símunum. Hann var framleiddur samfellt óbreyttur í 11 ár. Benefon smíðaði minnsta NMT 450 síma sem framleiddur hefur verið, Benefon Exíon. Hann er ekki nema 109 grömm að þyngd með rafhlöðu og 100 mm langur, svipað og minnstu GSM símar í dag. Árið 2004 lenti Benefon fyrirtækið í fjárhagsvanda og var í raun gjaldþrota. 21. Júní 2005 tilkynnti þáverandi forstjóri Benifon, Tomi Raita að nýir fjárfestar Octagon Holdings LLC og fl. hafi tryggt áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Nú framleiðir Benefon farsíma með GPS ferilvöktun og fl.  

Nokia.   Fljótlega varð Nokia leiðandi fyrirtæki í hönnun og smíði nethugbúnaðar fyrir NMT staðalinn og fl. Árið 2007 var Nokia kominn með 36 % markaðshlutdeild í sölu farsíma í heiminum. Nokia framleiðir einnig forrit fyrir fastlínusímstöðvar og farsíma, ISDN, IP og þráðlaus net. Nokia var stofnað árið 1865 af verkfræðingnum Fredrik Idestam. Hann byrjaði með framleiðslu á pappír sem mikill skortur var á. Pappírinn seldi hann m.a. til Bretlands, Rússlands og víðar. Hann notaði rennsli árinnar sem verksmiðjan stóð við til að drífa vélarnar. Framleiðandi Rubber vörukeðjunnar hreyfst af lausn hans og gekk í samstarf við Nokia og seldi eftir það vörurnar undir vörumerki Nokia. Síðar keyptu þessi tvö fyrirtæki sig inn í finnska raforkufyrirtækið Cable Works sem sá um dreifingu rafmagns og síma um landið. Árið 1967 voru þessi fyrirtæki sameinuð í Nokia Grub. Starfsmenn urðu við það 460 þúsund hjá samsteypunni. Í ársbyrjun 1970 hófst hjá Nokia þróun stafræns hugbúnaðar fyrir kerfisrekstur og fl. 1984 eignaðist Nokia Salora, stærsta litsjónvarpsframleiðandann á þeim tíma og sænska fyrirtækið Luxor. Þessi fyrirtæki voru sameinuð og framleiða nú stafræn sjónvörp og gervihnattabúnað. Árið 1981 tók Nokia þátt í hönnun NMT símatækninnar og þar með hófst framleiðsla farsíma og tengdra lausna hjá fyrirtækinu. Nú árið 2010 er Nokia stærsti einstaki framleiðandi farsíma í heiminum. Rekstur Nokia hefur gengið upp og niður í gegnum tíðina. Eftir endurskipulagningu sem hófst í raun 1997 fóru hjólin að snúast fyrirtækinu í hag. 29 November 2005 er haft eftir Kallasvuo, yfirmanni símaframleiðslunnar, "ég hlakka til að takast á við að móta markaðsráðandi framtíðarstefnu fyrir fjarskiptamarkaðinn með mínu fólki hjá Nokia". Nú eru í kringum sextíu dótturfélög innan Nokia víða í heiminum eftir því sem undirritaður kemst næst. Helstu keppinautar Nokia á símamarkaðnum eru LM Ericson, Motorola, Simens AG og Sony Corporation.                                      

Simonsen.  William Simonsen var mikill hugvitsmaður á sviði rafeindartækninnar. Hann stofnaði fyrirtækið sitt árið 1970 og skýrði það Simonsen Elektro A/S. Fyrstu árin var aðalverkefnið að hanna og framleiða handbækur fyrir farsíma eins og OLT kerfin. Þegar NMT farsímastaðallinn leit dagsins ljós hannaði Simonsem farsíma sem kom á markaðinn 1981. Það var Simonsem AMT 10. Þessi sími var 7,7 kg á þyngd. Skrifstofan og hönnunaraðstaða Simonsen var alla tíð í Oslo en framleiðsla fyrstu árin fór fram hjá dótturfyrirtæki hans sem hét Simonsen Elektro Lokken og var staðsett í Meldal sveitafélaginu skammt frá Oslo.  Simonsen framleiddi nokkrar gerðir NMT farsíma t.d. 450-Online Comrade og Multicom. Fyrirtækið var smátt í sniðum og náði aldrei mikill markaðshlutdeild. Til Íslands voru fluttir inn nálægt 50 símar.  Árið 1995 fór Símonsen að framleiða þráðlausa heimilissíma á 900 MHz bandinu sem var nýung á þeim tíma. Algengustu þráðlausir heimilissímar höfðu verið fram að þeim tíma á 27 MHz sem var mjög auðvelt að hlera með ódýrum viðtækjum. Í fjölbýlishúsum í Reykjavík var mjög vinsælt að hlusta á símtöl nágrannans. Eins og oft gerist ef einhver lítill aðili kemur með nýjar hugmyndir sem ná athygli markaðarins eru þeir keyptir upp og sameinaðir öðrum. Stærstu hluthafar IM Skaugen keyptu fyrirtækið og sameinuðu það Kanadíska félaginu Novatel og breyttu nafninu í Simonsen Communications AS árið 1989. Novatel var síðan keypt af japanska fyrirtækinu JRC ( Japan Radio Company ) sem framleiddi einnig farsíma. Áfram hélt púslið. Fjárfestar í Hong Kong keyptu allan pakkann. Ári síðar yfirtóku starfsmenn fyrirtækið og breyttu nafni þess í Simonsen Telecom AS. Árið 1997 var það selt PFI ( Finders International ) . Reksturinn gekk ekki vel og ári síðar, 1998 var öll starfsemi lögð niður og vörumerki "Simonsen" selt MTU Telecom. 

 Merk tímamót í sögu Simonsen vörumerkisins: 1970. Fyrirtækið Simonsen Elektro A/S stofnað 1978. Þróun NMT farsíma hafin. 1981 NMT farsíminn AMT-10 kemur á markaðinn 1995. Freeman þráðlausi síminn settur á markað og sama ár 1995 Freeway 450 Rbílasíminn fer á markað 2008. Simonsen S-300 GSM borðsíminn kynntur 2009. Simonsen S-310 endurbættur GSM borðsími ásamt nýju heyrnatóli 2010 Simonsen  Freeway F-510 Vatnsþéttur GSM farsími með öllum helstu nýungum

Spectronic.   Fyrirtækið var stofnað 1964 í Helsinborg í Svíþjóð. Allt frá upphafi hafa verkefni félagsins verið þróun á hátæknibúnaði fyrir fjarskiptabúnað eins og farsíma og fleiri gagnasendingar. Frá þeim hafa ýmsar nýungar komið sem reynst hafa vel fyrir t.d. framleiðendur farsíma. Vöruþróun Spectrum hefur verið gerð í samstarfi við mörg þekkt fyrirtæki og undir merkjum þeirra eins og Ericsson. Bosch, Philips, Plessey, Simens og fleiri. Hönnun og smíði fyrsta NMT farsíma frá Spectron hófst 1985. Það var handsími TS2200. Sá sími fór á markað árið 1999 og framleiddur til ársins 2004. Strax árið eftir kom endurbætt útgáfa TS 2200 sem var mjög fullkominn og á undan sinni samtíð hvað varðar tækninýungar. Sá sími fór á markað 2001. Þrátt fyrir að NMT kerfið væri hliðrænt (Analoug ) gat þessi sími sent stafræn gögn ( Digital ) svo sem textaskilaboð SMS, MMS og Fax skeyti. Símar þessir voru einnig seldir undir vörumerkjum Ericsson og Símenns. Fyrirtækið hélt þróun farsíma áfram og var fyrst til að smíða og setja á markað GSM síma með innbyggðri myndavél og mörgu fleiru árið 1999. Það var Spectrom Sidetouch Mobil. Síminn fékk að sjálfsögðu mikla fjölmiðla athygli í upphafi og af sumum kallaður "Stjarnan" í heimi allar farsíma. Öll framhlið símanns er snertiskjár og vinnur eins og talva. Þar er hægt að framkvæma allar skipanir og vinna á símanum sem lyklaborði.

Spectronic fékk árið 1995 Gullverðlaunin, The Gold Medial of the Royal Swedish Academy of Engineering Sciences. vegna framúrskarandi árangurs í hönnun og þróun fjarskiptalausna sem talin eru á heimsvísu.


Áfram verður haldið með að afla upplýsinga um aðra framleiðendur NMT síma sem hafa verið í notkun hér á landi.  

 

Sigurður Harðarson 

 


 


 


 Dags: 02 10 2010

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Fađir GSM símanns.dags: 05.01.2015

Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 árdags: 28.12.2014

Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.dags: 14.10.2012

Minnsti NMT síminn.dags: 16.03.2014

Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.dags: 16.03.2014

Dancall Login GSM model 1992.dags: 16.03.2014

Sagan um ţróun NMT farsímakerfanna í stuttu máli: dags: 02.10.2010

Hvernig ţróađist notkun farsíma á norđurlöndunum ?dags: 17.10.2010

Blađiđ FARSÍMAFRÉTTIR fyrir NMT notendurdags: 24.10.2010

Hvar var fyrsta SMS skeytiđ sent ?dags: 20.03.2011

Farsíminn átti 65 ára afmćli áriđ 2011dags: 11.04.2011

Ţróun fjarskiptatćkninnardags: 20.07.2009

Hvar er best ađ hafa VHF loftnet á bílnum ?dags: 17.10.2009

Sólarsellur er framtíđindags: 17.09.2009

Á Grćnlandi er bergiđ eins og gler.dags: 01.11.2009

Oft er erfitt á fjöllum.dags: 01.11.2009

Skilabođ til unga fólksins.dags: 17.10.2009

Rafmengundags: 07.12.2008

Rafhlađnadags: 19.07.2009

Hvernig er best ađ međhöndla rafhlöđur ?dags: 18.07.2009

Raf og Rafsegulsviđs- mengundags: 20.09.2009

Vitinn á Fonti nýtir sólinadags: 27.10.2009

Rafmagnshitateppi eđa hitapokar. dags: 17.10.2009

Fađir CB talstöđva.dags: 05.12.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265