ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fróðleikur
Hvernig ţróađist notkun farsíma á norđurlöndunum ?
Eins og kemur fram í annarri grein er sænski rafmagnsverkfræðingurinn Öster Mäkitalo talinn faðir NMT staðalsins sem var svar við mikilli þörf á endurbótum frá eldri útfærslum farsímatækja á t.d.150 MHz tíðnisviðinu sem var í notkun í nokkrum löndum og handvirt að hluta. Eftir tilkomu NMT árið 1977 þegar það var fullsmíðaður staðall og tæki komin í framleiðslu gerðust hlutirnir hratt. Löndin sem notað hafa NMT farsímakerfin eru norðurlöndin öll, Ísland, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Færeyjar. Önnur lönd eru Swiss, Holland, Ungverjaland, Pólland, Búlgaría, Rúmenía, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Serbía, Tyrkland, Króatía, Bosnía, Eystrasaltslöndin og Rússland. Einnig voru NMT kerfi í Asíulöndunum. Fyrstu tilraunir eru gerðar í Finnlandi með virkni NMT sjálfvirku farsímanna sem gátu hringt beint inn í önnur símkerfi.  Svíþjóð og Noregur eru fyrstir sem opna kerfi fyrir almenning, 1981. Næst er það Danmörk og Finnland, 1982. Síðan kemur Ísland 1986 og Færeyjar 1989.  Í Saudi-Arabíu er NMT kerfið kynnt 1. September 1981 sem bylting í samskiptum  fyrir atvinnurekendur og fljótlega set upp stórt kerfi.

NMT farsímakerfin á 450 MHz og 900 MHz tíðnisviðunum voru hliðræn (Analog) og því orkufrek í rekstri. Einnig tók hver sendir 25 KHz bandbreidd og þjónaði aðeins einum notanda í einu. Það þurfti því alltaf að vera minnst tveir sendar á sama stað til að tveir farsímar á sama svæði gætu talað saman. Ef aftur á móti báðir hringdu í fjarlægari síma komust fyrir tvö samtöl á þessa tvo senda. Tíðniband sendanna var frá 463 til 468 MHz og því ekki nema 24 rásir. Á Íslandi var þetta ekki svo mikið vandamál vegna fjallana sem skermuðu svæðin þannig að hér var hægt að nýta sömu tíðnir með stuttu millibili. Á hinum norðurlöndunum þurfti að nota stefnuvirk loftnet og aflmynni senda til að koma í veg fyrir samslátt enda símarnir fleiri en hér á landi. Fyrst árið 1986 og áfram voru því sett upp í borgum eins og Stokkholm og víðar  annað kerfi á 900 MHz tíðnisviðinu. Það þurfti aðra síma og var vandamál til að byrja með þangað til að finnska fyrirtækið Benefon smíðaði tveggja banda síma árið 2000. Fyrsti farsíminn sem Ericsson framleiddi var 40 kg. Það er ekki fyrr en um og eftir árið 1987 sem fyrsti handsímar koma á markaðinn og bílasímarnir fóru að verða mynni um sig. Rafhlöður voru ávallt vandamál hvað stærð varðaði. Bílasímana var hægt að setja á rafhlöðu og halda á þeim. Í flestum tilfellum var rafhlaðan jafnstór eða stærri en síminn sjálfur og mikið þyngri. Ástæðan var að símarnir voru orkufrekir, tóku yfirleitt 5 til 7 Amp. í sendingu. Það þótti gott ef rafhlaða dugði í 4 til 6 klukkutíma í senn. Flestir bílasímar voru með 15 watta sendum. Til voru örfáar gerðir með 6 watta sendum aðallega framleiddir með það í huga að lengja líftíma rafhlöðunnar þegar þeir voru notaðir sem ferðasímar. Hljóðflutningur (Mótun) NMT símanna var FM og því mikil tóngæði þannig að rödd manna breyttist lítið milli tækjanna. Kerfið var mikið notað fyrir gagnaflutning og var hraðinn frá 600 til 1200 bitar á sekúndu. Langdrægni senda NMT var mikil og algengt að skip næðu sambandi í allt að 80 sjómílur frá landi, nálægt 150 km vegalengd. Þegar vegalengdin var orðin þetta mikil var að vísu komið mikið suð og tóngæðin orðin minni.

Lítið vandamál var að hlusta á samtöl í NMT kerfinu þar sem það var ekki dulkvóðað. Með smá breytingu var hægt að breyta símtóli sumra símtækja til að velja rásirnar og hlusta á símtöl annarra. Það þurfti t.d. aðeins að fjarlægja eitt viðnám í símtóli Ericsson HotLini símtækjanna. Mikið var til af hlustunartækjum á heimilum landsmanna sem venjulega gengu undir nafninu "Scanner" og hlustað var alla daga á samtöl nágrannana.

1981 er talið að um 1200 áskrifendur hafi verið komnir með NMT síma en árið 1985 eru þeir orðnir 110.000 í Skandinavíu allri.  Noregur náði nálægt 63.000 NMT farsímaáskrifendum. Hér á Íslandi urðu áskriferndu 28.688 þegar mest var.

Vinsældir NMT kerfanna minnkuðu hratt eftir að GSM farsímar komu til sögunnar. GSM tækin eru stafræn og orkuminni. Fyrstu GSM símarnir voru reyndar orkufrekir miðað við símana í dag. Sendar þeirra voru aflmeiri, gát verið allt að 2 wött. Kerfin voru minni til að byrja með og því þörf á kraftmeiri símum. Eftir að móðurstöðvum fjölgaði er minni þörf fyrir kraftmikinn sendi í símanum. Algengt er að sendistyrkur GSM síma sé nú mest 0.5 wött. Rafhlöður eru minni og endingartími þeirra mun lengri en fyrstu árin.


Danmörk lokaði NMT kerfinu.......   1. mars 2002

Finnland lokaði  NMT kerfinu........ 31. desember  2002

Noregur  lokaði  NMT kerfinu....... 31. desember  2004

Svíþjóð   lokaði  NMT kerfinu....... 31. desember  2007

Ísland      lokaði  NMT kerfinu......... 1. september 2010   

Þegar þetta er skrifað 17.10.2010 eru nýjustu upplýsingar sem undirritaður hefur að enn sé NMT í notkun í Póllandi að einhverju leiti og sögusagnir eru um að NMT sé notað enn á tveim stöðum í Rússland. Það er þó ekki staðfest.

Smá innskot 15.04.2011.  Nú er komið í ljós að íslendingar eru þeir síðustu sem hætta notkun NMT. Rússar fóru yfir í CTMA kerfi árið 2006. Pólverjar  hófu að leggja ljósleiðara 2003 á þau svæði sem NMT hafði þjónað.  Skömmu síðar hættu þeir norkun NMT símanna. Undirritaður hefur komist yfir blaðagreinar þar sem sagt er frá þessum aðgerður og auglýsingar sem tylkynna lokun kerfanna. 

NMT staðallinn er fyrsta al-sjálfvirka farsímatæknin auðkennd sem 1G staðall, 1981. GSM er unnin upp úr NMT 1G staðlinum og fékk heitið  2G árið 1992 en fært yfir í stafræn kerfi. Síðan er 3G staðallinn kynntur 2002 með allt upp í 200 kp/s gagnahraða. Mjög stuttu síðan kemur 4G og hann styður IP-Packet og WiMAX lausnir.  Árið 2002 var gerð stefnumarkandi framsýn fyrir nýja tækni fyrir gagnasambönd með 4G staðli í símatækninni. Sumar lausnir sem hann átti að uppfylla hafa gengið illa og miklir fjármunir tapast í misheppnaðri markaðssetningu eins og hjá Sprint Nextel sem varði 5 miljónum dollara í WiMAX lausnina en var búið að tapaði öllu árið 2008. Nú, 2010 er þessi lausn mjög vinsæl í síma og tölvusamskiptum. Í mótun er enn ein kynslóð farsíma eða þráðlausra kerfa. 5G staðallinn er talinn koma á markað 2011 til 2013.   Eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð hættu rekstri NMT 450 kerfanna hófst rekstur nýs stafræns kerfis á sama tíðnisviði sem heitir CTMA. Það er langdrægt svipað og NMT.  Í Noregi er CTMA eingöngu notað fyrir gagnaflutning. Það kerfi bíður reyndar upp á farsímaþjónustu, ásamt sem miðlægt talstöðvakerfi svipað og Tetra kerfin. Síminn gerði tilraunir hér á landi með CTMA sem skiluðu mjög góðum árangri. Til stóð að CTMA tæki við af NMT en þær áætlanir urðu að engu þegar ákveðið var að ríkisjóður kostaði uppbyggingu 3G langdrægra GSM senda fyrir dreifbýlið og út á sjó. Sú uppbygging er vel á veg komin en ekki lokið að fullu. Enn eru svæði sem hafa lítið sem ekkert símasamband eftir að slökkt var á NMT kerfinu.

17. október 2010, Sigurður Harðarson.   

Dags: 17 10 2010

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Fađir GSM símanns.dags: 05.01.2015

Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 árdags: 28.12.2014

Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.dags: 14.10.2012

Minnsti NMT síminn.dags: 16.03.2014

Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.dags: 16.03.2014

Dancall Login GSM model 1992.dags: 16.03.2014

Sagan um ţróun NMT farsímakerfanna í stuttu máli: dags: 02.10.2010

Hvernig ţróađist notkun farsíma á norđurlöndunum ?dags: 17.10.2010

Blađiđ FARSÍMAFRÉTTIR fyrir NMT notendurdags: 24.10.2010

Hvar var fyrsta SMS skeytiđ sent ?dags: 20.03.2011

Farsíminn átti 65 ára afmćli áriđ 2011dags: 11.04.2011

Ţróun fjarskiptatćkninnardags: 20.07.2009

Hvar er best ađ hafa VHF loftnet á bílnum ?dags: 17.10.2009

Sólarsellur er framtíđindags: 17.09.2009

Á Grćnlandi er bergiđ eins og gler.dags: 01.11.2009

Oft er erfitt á fjöllum.dags: 01.11.2009

Skilabođ til unga fólksins.dags: 17.10.2009

Rafmengundags: 07.12.2008

Rafhlađnadags: 19.07.2009

Hvernig er best ađ međhöndla rafhlöđur ?dags: 18.07.2009

Raf og Rafsegulsviđs- mengundags: 20.09.2009

Vitinn á Fonti nýtir sólinadags: 27.10.2009

Rafmagnshitateppi eđa hitapokar. dags: 17.10.2009

Fađir CB talstöđva.dags: 05.12.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265