ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fróðleikur
Farsíminn átti 65 ára afmćli áriđ 2011

Árið 1946 er talið að fyrsta tilraun hafi verið gerð með farsíma í bíl. Sovéskir verkfræðingar settu sendir og viðtæki í bíl og náði ágætis sambandi í allt að 20 km fjarlægð frá símstöð. Þaðan var tengt samband frá bílnum inn á símakerfið í Moskvu. Aðferðin var sú sama og gert var með símaþjónustuna við skipin. Tækið var að sjálfsögðu ekki annað en tvívirkt sendi og móttökutæki ( Dublex ) sem var síðan tengt inn á símakerfið. Íslendingar byrjuðu með símaþjónustu við skipin 1938 í gegnum talstöðvar. Þessi tæki hljóta að hafa verið á Stuttbylgjum, 10 til 20 MHz. Munurinn er sá að tækið var í bíl og því sennilega fyrsti handvirki farsíminn. Þjóðverjar voru komnir með símaþjónustu í járnbrautalestir 1950 sem byggðu á sömu tækni. Í Svíþjóð var hinsvegar smíðaður árið 1956 fyrsti sjálfvirki farsíminn í bíl sem hringt gat í síma. Í Stokkhólmi var sett upp sérstök símstöð fyrir þennan síma. Upphaflega var þetta 100 númera stöð en stækkaði síðar í 600 númer. Fjarskiptafyrirtækið Ericsson útbjó til prufu sendi og viðtæki til að hafa í bíl. Hringskífa til að velja símanúmerið eins og á gömlu símunum var við framsætið en sjálft tækið aftur í farangurs geymslunni. Þetta var að sjálfsögðu lampatæki sem tók mikinn straum og var 40 kg á þyngd. Þessi tilraun fékk heitið MTA ( Mobiltelefonisystem A ) Árið 1957 gerði sovéski verkfræðingurinn Leonid Kupriyanovich frá Moskvu tilraunir með ferðasíma. Hann gat valið símanúmer sjálfur inn á sitt kerfi og rafhlaðan entist í 20 tíma. Langdrægnin var mest 20 til 30 km. Tíu árum síðar eða 1967 voru fleiri aðilar komnir með svipaðar lausnir. Þetta voru í raun bara talstöðvar með tónvalsbúnaði samskonar og gamla 002 farsímakerfið okkar. Ekki hefur undirritaður komist á hvaða tíðnisviðum þessar tilraunir voru gerðar en sennilega hefur það verið á 160 MHz bandinu. Það er ekki fyrr en 1960 sem hugmyndin með al sjálfvirkt farsímakerfi þar sem hægt er að hringja beint frá farsíma hvert sem er kemst á skrið þegar lagður er grunnurinn að þeirri tækni sem var svo kölluð NMT (Nordic Mobile Telephone ) árið 1970.  Það kerfi var bæði á 470 MHz og 900 MHz á þéttbílustu svæðum Svíþjóðar. Framhaldið þekkja allir, GSM símana. Þau símakerfi byggja á grunni NMT kerfisinns. Myndirnar sýna fyrsta bílasímann sem Ericsson prófaði 1956. Sennilega hefur rafkerfi bílsins ekki annað rafmagnsþörf símanns í langan tíma því það hefur vafalaust verið 6 volta kerfi í bílnum. Þetta tæki gæti hafa notað 30 til 40 Amper. Startari í bíl með 6 volta rafkerfi tekur nálægt 20 Amp. Undirritaður hefur ekki enn fundið nákvæmar upplýsingar um þennan fyrsta Ericsson síma annað en myndina og kynningu á prófunum.
Það verður reynt síðar að grafast betur um þessa merkilegu tilraun.
 

 

 

Smíðað hefur verið hér á landi líkan af þessum síma áþekkt því sem um ræðir í greininni. Á Samgöngusafninu á Skógum er  NMT farsímakerfið sem var í notkun hér á landi. Þar eru allar gerðir senda ( Móðurstöðva ) ásamt öllum tegundum farsíma, jafnt bílaeininga sem handsíma. Tekist hefur að ná öllum gerðum þar sem farið var í þá söfnun stuttu áður en kerfinu var lokað.

Þetta líkan af fyrsta Ericsson bílasímanum er þar á meðal. Einnig má heyra samtöl sem áttu sér stað þegar NMT kerfið var í notkun.

Samtölin voru hljóðrituð með viðtækum sem náðu því tíðnisviði sem NMT kerfið notaði, 453 - 468 MHz. Leyfi fékkst hjá þeim sem hluta eiga að máli með að nota þessar hljóðritanir fyrir safnið. 

Sigurður Harðarson

Rafeindavirki

 


 


Dags: 11 04 2011

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Fađir GSM símanns.dags: 05.01.2015

Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 árdags: 28.12.2014

Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.dags: 14.10.2012

Minnsti NMT síminn.dags: 16.03.2014

Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.dags: 16.03.2014

Dancall Login GSM model 1992.dags: 16.03.2014

Sagan um ţróun NMT farsímakerfanna í stuttu máli: dags: 02.10.2010

Hvernig ţróađist notkun farsíma á norđurlöndunum ?dags: 17.10.2010

Blađiđ FARSÍMAFRÉTTIR fyrir NMT notendurdags: 24.10.2010

Hvar var fyrsta SMS skeytiđ sent ?dags: 20.03.2011

Farsíminn átti 65 ára afmćli áriđ 2011dags: 11.04.2011

Ţróun fjarskiptatćkninnardags: 20.07.2009

Hvar er best ađ hafa VHF loftnet á bílnum ?dags: 17.10.2009

Sólarsellur er framtíđindags: 17.09.2009

Á Grćnlandi er bergiđ eins og gler.dags: 01.11.2009

Oft er erfitt á fjöllum.dags: 01.11.2009

Skilabođ til unga fólksins.dags: 17.10.2009

Rafmengundags: 07.12.2008

Rafhlađnadags: 19.07.2009

Hvernig er best ađ međhöndla rafhlöđur ?dags: 18.07.2009

Raf og Rafsegulsviđs- mengundags: 20.09.2009

Vitinn á Fonti nýtir sólinadags: 27.10.2009

Rafmagnshitateppi eđa hitapokar. dags: 17.10.2009

Fađir CB talstöđva.dags: 05.12.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265