ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Fróðleikur
Fađir CB talstöđva.
Al Gross er eignað "Walke talkie" sem heiti fyrir handtalstöðvar. Hann kynnti hugmynd sína 1938 að smíða litlar talstöðvar sem hægt væri að bera á sér.

 

Hans er mynnst sem faðir handtalstöðva. Fullu nafni hét hann Irving Al Gross, ávallt nefndur Al Gross. Hann var menntaður rafmagnsverkfræðingur frá Toronto í Bandaríkjunum, fæddur 1918. Níu ára gamall heyrði hann fyrst í útvarpi og heillaðist mjög af útvarpstækninni. Tólf ára var hann farinn að fikta með smíði útvarpssenda og sextán ára var hann með leyfi sem Radio Amatör með kallmerkið W8PAL og hélt því alla tíð. Árið1936 fékk hann tilraunaleyfi til að nota 100 MHz tíðninni fyrir fjarskiptasendingar Hann sá mikla möguleika á að nýta svo háa tíðni fyrir tæki sem væri bæði sendir og viðtæki í sama kassa Því það var erfitt að smíða þannig tæki í þá daga, fyrir tíma Transistora og IC rásia.  
Al Gross var einnig með hugmynd um að smíða farsíma, símboða og sjálfvirkar veðurstöðvar sem sendu upplýsingarnar langa vegu, þráðlaust. Með því að nota háa tíðni var hægt að vera með meðfærilegri loftnet því þau gátu verið allt niður í 50 cm. lengd sem hálfbylgju loftnet. Truflanir sem við köllum"Stuttbylgjutruflanir" eru ekki til staðar á svo hárri tíðni og með notkun suðloka ( Squels ) í viðtækinu heyrist ekkert suð þegar engin er að tala á rásinni.

 

 

Það var árið 1938, sama ár og hann lauk prófi sem rafmagnsverkfræðingur, kom hann fram með hugmyndina um "Walke talkie", lítil senditæki og fékk einkaleyfi fyrir nafninu. Þetta vakti mikla athygli og sáu menn strax notagildi t.d fjarskiptatæki í hernaði og fl.. Hann var hvattur áfram með þessar hugmyndir af opinberum aðilum. Al Gross stofnaði fyrirtækið Citizens Radio Corporation árið 1940 til að framleiða litlar talstöðvar fyrir hernað og almenning. Þaðan er komið heiti fyrir "CB talstöðvar" eins og þær eru kallaðar í dag. Þetta hefur ekkert með tíðnisviðið, 27 MHz að gera sem okkar CB talstöðvar eru að nota.

 

Eftir stríðið eða 1946 var í fyrsta sinn úthlutað í Bandaríkjunum nokkrum tíðnum fyrir almenning til fjarskiptasendinga. Al Gross stofnaði fyrirtæki sem framleiddi veðurstöðvar fyrir almenning og t.d US Coast Guard ( Bandarísku strandgæsluna ). 1948 var hann búinn að framleiða og selja um 100.000 tæki. Árið 1949 var hann búinn að finna lausn á að smíða "Símboðann". Vasatæki sem tók á móti sérstökum skilaboðum ásamt fleiru. Hann kynnti hugmyndina fyrir læknum og sjúkrahúsum en fékk daufar undirtektir fyrr en árið 1950. Þá var þetta prófað á Jewish Hospital í New York. Þetta sama ár, 1950 var hann með hugmynd um að smíða farsíma því tiltölulega einfalt er að hafa sendi og viðtæki í gangi samtímis á þessu tíðnisviði í sama tækinu. Það bauð upp á að tala og hlusta samtímis eins og símar gera enn í dag. Símafyrirtækin höfðu lítinn áhuga á þessu og sérstaklega ekki Bell Telephone sem var með einkaleyfi á öllum símalínum um Bandaríkin í þá daga. Hann notaði sömu senditækni til fleiri hluta og leyfði öðrum að nýta sína hugmynd til annarskonar tæknilausna eins og fjarstýringar, bílskúrshurðaopnara og fl. Það var svo ekki fyrr en 1958 sem hann fékk viðurkenningu fyrir þessa uppfinningu og hún var viðurkennd af Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, "FCC". 
 

Al Gross var kominn með 12 einkaleyfi á sviði fjarskipta á árunum 1950 til 1960. Hann hafði litlar sem engar tekjur af þessum uppfinningum sínum svo hann réði sig til stórfyrirtækja sem sérfræðingur á fjarskiptasviði. Al Gross var á undan sinni samtíð með sínar uppfinningar og lausnir en samfélagið var ekki tilbúið að taka á móti þeirri tækni sem hann var að kynna. Einkaleyfin hans voru runnin út þegar litlar handtalstöðvar og farsímar urðu að almenniseign. Hann brosti þó að því og sagði: " Ég fæddist 35 árum of fljótt. Ef ég hefði enn einkaleyfi á uppfinningum mínum þyrftu forsetar Bandaríkjanna að passa sig" , því ég væri voldugri en þeir. Al Gross fékk mörg verðlaun fyrir sínar hugmyndir þó hann yrði ekki ríkur af þeim. Hann lést 82 ára gamall 21 desember árið 2000.

Sigurður Harðarson rafeindavirki.

Dags: 05 12 2012

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Fađir GSM símanns.dags: 05.01.2015

Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 árdags: 28.12.2014

Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.dags: 14.10.2012

Minnsti NMT síminn.dags: 16.03.2014

Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.dags: 16.03.2014

Dancall Login GSM model 1992.dags: 16.03.2014

Sagan um ţróun NMT farsímakerfanna í stuttu máli: dags: 02.10.2010

Hvernig ţróađist notkun farsíma á norđurlöndunum ?dags: 17.10.2010

Blađiđ FARSÍMAFRÉTTIR fyrir NMT notendurdags: 24.10.2010

Hvar var fyrsta SMS skeytiđ sent ?dags: 20.03.2011

Farsíminn átti 65 ára afmćli áriđ 2011dags: 11.04.2011

Ţróun fjarskiptatćkninnardags: 20.07.2009

Hvar er best ađ hafa VHF loftnet á bílnum ?dags: 17.10.2009

Sólarsellur er framtíđindags: 17.09.2009

Á Grćnlandi er bergiđ eins og gler.dags: 01.11.2009

Oft er erfitt á fjöllum.dags: 01.11.2009

Skilabođ til unga fólksins.dags: 17.10.2009

Rafmengundags: 07.12.2008

Rafhlađnadags: 19.07.2009

Hvernig er best ađ međhöndla rafhlöđur ?dags: 18.07.2009

Raf og Rafsegulsviđs- mengundags: 20.09.2009

Vitinn á Fonti nýtir sólinadags: 27.10.2009

Rafmagnshitateppi eđa hitapokar. dags: 17.10.2009

Fađir CB talstöđva.dags: 05.12.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265