ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Gamli Tíminn
Gibson Girl, dásamlegasta stúlka í heiminum ! ! !

                           "Ungfrú Gibson, dásamlegasta stúlka í heimi!    Hvað er svona merkilegt við það ?  

                                                                                                             14 September 1950 nauðlenti Geysir, Skymaster milliandaflugvél Loftleiða á Vatnajökli. Sex manna áhöfn var um borð. Allir lifðu slysið af. Nokkrir dagar liðu áður en fólkið fannst og var sótt á jökulinn.   

Talstöðvasamband var ekkert við áhöfnina fyrr en neyðarkall barst þrem dögum eftir slysið.  Áhöfninni hafði unnið sleitulaust við að ryðja vörum og fleiru til að komast að björgunarbátnum með sendinum.    

Loks fannst sendirinn. Þá varð Bolla loftskeytamanni á orði, ljómandi í framan af gleði. " Ég hef fundið hana". "Fundið hvað?" var hann spurður. "Ungfrú Gibson, dásamlegustu stúlku í heimi !  Neyðarsendinn.   

Sendirinn var af gerðinni "Gibson Girl AN/CRT-3". Þessi tæki voru ekki með viðtæki. Handsnúinn rafall var í tækinu til að framleiða rafmagn fyrir sendinn. Nafnið er dregið af lögun kassans. Það er mitti í miðjunni svo betra sé að halda honum milli hnjánna á meðan sveifinni er snúið og morsað með hnappnum hægra megin. Upphaflega er þetta Þýsk hönnun senda sem hétu NSG2, fullt nafn "Not Sende Gerät 2" sem hannaður var af Fieseke & Höpfner og fyrst tekinn í notkun hjá Luftwaffe 1941. Bretar fóru að stæla þessa smíði en gátu ekki gert betur og breyttu því kassanum í sléttar hliðar í stað þess að hafa mittið. Skömmu seinna var farið að framleiða þessa senda í USA hjá Bendix. Þeir höfðu vit á að breyta ekki úrlitinu. Fleiri hafa framleitt svipaða senda með mitti samanber Disa Elektronik í Danmörk. Sá heitir "Marinetta 71 A 10". Hann er einnig með viðtæki. Sendirinn í Geysi hefur því verið framleiddur á stríðsárunum eða fljótlega eftir stríð. Þrjár stillingar eru á Gibson Girl CRT-3 sem skýra hvernig skeytið sem náðist frá Geysi var sent. Auto 1, Auto 2 og Manual. Í stöðu Auto 1 er sent SOS í 20 sek. og síðan stöðugur carrier í aðrar 20 sek. Í stöðu Auto 2 er sennt stöðugt AAAA í 20 sek.en síðan carrier í 20 sek. Í stöðu Manual er síðan hægt að morsa með hnappnum. Eftir neyðarskeytinu frá Geysi að dæma hefur Bolli loftskeytamaður spilað á þessar stillingar. Fyrst hefur hann sennilega notað stillingu Auto 1 og sent stöðugt SOS. Farið yfir á stöðu Auto 2 á meðan sveitinni var snúið til að hlaða rafmagni inn á sendinn. Síðan stillt á Manual og handsent eftirfarandi, lauslega þýtt: TF RVC við höfum lent á ís staðsetning óþekkt, allir á lífi, SOS. Skipt aftur  yfir á Auto 2 meðan snúið var og hlaðið inn á sendinn. Þá sendi stöðin sjálfvirkt AAA í 20 sek. AA í upphafi morse sendinga er komið frá þegar menn notuðu ljós til að senda. Táknið er: . -   "stutt langt" . Þetta skapaði smá vangaveltur hjá Kristjáni loftskeytamanni á varðskipinu Ægi sem heyrði neyðarkallið fyrstur manna og náði ekki nema hluta sendinganna. Eftir að morse sendingar með talstöðvum komu til er notað Cq, Cq, Cq í upphafi sendingar. 

 

Þessi mynd hér fyrir neðan er ómetanleg heimild um hvernig neyðarskeytið frá Geysi heyrðist um borð í Varðskipinu Ægi þann 18 September 1950. Þetta er miðinn sem Kristján Júlíusson Loftskeytamaður skrifaði þegar hann greindi fyrstu læsilegu stafina innan um truflanir og brak í viðtækinu frá litla Gibsi Girl neyðarsendinum uppi á Vatnajökli. Skeytið var skrifað á notaðan dýptamælispappír. Menn þurkuðu pappírinn eftir notkun úr dýptamælunum og notuðu sem rissblöð. Þessi miði glataðist eftir að fyrri bókin um slysið kom út.


Þýðing á Skeytinu:  cier  var endirinn á orðinu "glacier"  qth unknown all alive" .  QTH er alþjóðleg skammstöfun á morse fyrir" Óþekkt staðsetning"  SOS er neyðarkall á morse og AAA er samanber hér að ofan.

 


Skeytið er samkvæmt því sem kemur fram í bókunum um slysið og haft er eftir Bolla loftskeytamanni á Geysi. Hann segist hafa sent: "SOS SOS Here TF RVC we have landed on glacier qth unknown all alive, SOS, SOS".


Haft var eftir Kristjáni á Ægi eftirfarandi:  "Ég skyldi síst í því hvernig á þessum merkjum á milli gat staðið. Seinna komst ég að raun um  að senditækið sendi sjálfkrafa AAA. Ég stillti tækið mitt sem best og enn héldu sendingarnar áfram, en ég gat ekki greint neitt kallmerki". Merkin voru það dauf að honum datt í hug að þetta kæmi frá strönduðu skipi langt í burtu. Þarna væri á ferðinni einhver sem kynni ekki mors en væri að reyna sitt besta. Stuttu síðar náði hann þessum glefsum sem eru á miðanum úr skeytinu sem leiddu til þess að í ljós kom að allir í áhöfn Geysis væru á lífi og hefðu brotlent á jökli. Í lokin má geta þess að í varðskipinu Ægi voru fullkomin innflutt viðtæki og sendar ásamt einu viðtækið sem hannað og smíðað var á Íslandi hjá Landsímanum og sett í skipið 1948. Í því viðtæki heyrðist neyðarskeytið. 

Heimildir í þessa grein eru sóttar í bækurnar sem skrifaðar hafa verið um slysið, upplýsingar frá Sigurbirni Thor Bjarnasyni, TF3 SB. Berent Th Sveinsyni fyrverandi loftskeytamanni hjá Landhelgisgædlunni og eigin kannanir á Gipson Girl senditæki sem undirritaður komst yfir fyrir 20 árum
 

Gibson Girl  sendir frá þessum tíma er til sýnis á Samgöngusafninu á Skógum. Einnig má heyra í hátalara viðtækis, samskonar og var um borð í Varðskipinu Ægi hvernig skeytið hljómaði þegar Kristján Loftskeytamaður heyrði skeytið fyrst innan um allar lofttruflarninar, 18 Septimber 1950, kl.13.15. Einnig er framhaldið sem hann heyrði 20 mínútum síðar þar sem kallmerki flugvarinnar kom fram, TF RVC. Allt var þetta að  sjálfsögðu á morse.

Sigurður Harðarson


Dags: 20 10 2009

Til baka

Fleiri greinar frá Gamla Tímanum hér fyrir neđan

Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.dags: 16.10.2009

Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandidags: 19.10.2009

Sagan um Gufunes Radio. dags: 08.11.2009

Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.dags: 27.03.2012

Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđdags: 17.10.2009

Jólatréđ.dags: 17.10.2009

Fyrstu bílatalstöđvar í ferđabílum á Íslandidags: 21.10.2009

Fjöldi og Kallmerki Gufunestalstöđvadags: 27.10.2009

Leyfisbréf talstöđvadags: 28.10.2009

Klukka loftskeytamannsinsdags: 12.03.2011

Landmannalaugar fyrr og núdags: 19.10.2009

Stillimynd RUVdags: 25.03.2012

Skíđaskálarnir í Hveradölumdags: 06.04.2012

Saga magnarans, undanfara ipod og farsímatónlistar fyrir unglinga.dags: 20.10.2009

Gibson Girl, dásamlegasta stúlka í heiminum ! ! !dags: 20.10.2009

Jón Sendags: 16.10.2009

Bjarni Karlsson Rafeindvirkidags: 07.09.2010

Viđtćkjavinnustofandags: 08.02.2012

Útvarpsvirki dags: 08.02.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265