ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Gamli Tíminn
Sagan um Gufunes Radio.
Hér er stiklað í stuttu máli hvernig afgreiðsla frá Loftskeytastöðinni í Gufunesi þróaðist við ferða og fjallamenn sem höfðu millibylgjutalstöðvar í bílum sínum.

Í September 1951 var gerð fyrsta tilraun á Íslandi með að nota millibylgju talstöð í bíl. Það var á tíðninni 2182 KHz sem er bátabylgja. Bátatalstöð var sett í fjallabíl hjá Guðmundi Jónasyni fjallabílstjóra. Samband var haft frá Þingvöllum við Loftskeytastöðina í Reykjavík. Eftir þessa tilraun var ekki aftur snúið. Upp frá því fjölgaði talstöðvum í bílum ótrúlega hratt. Fyrstu árin var bílum þjónað samhliða bátaþjónustunni frá Loftskeytastöðinni í Reykjavík á Melunum. Loftskeytastöðin í Gufunesi tók til starfa 1935 sem móttökustöð fyrir stuttbylgjur en sendar voru á Vatnsendahæð. Öll starfsemi Melastöðvarinnar og þar með þjónustan við skip og báta fluttist upp í Gufunes og tók þar til starfa 29 Apríl 1963, kl. 16.00. En 21. febrúar 1961 er formlega gefin út yfirlýsing um að upp skildi tekin sólahrings þjónusta fyrir bílatalstöðvar.Viðtakan yrði í Gufunesi en settur hafi verið upp nýr 1 Kw. sendir á Vatnsendahæð með tíðninni 2790 KHz. fyrir þessa þjónustu. Sömu menn myndu þjóna bæði skipum og bílum. Fljótlega fór þó svo að þetta var orðin sjálfstæð starfsemi þar sem einn loftskeytamaður annaðist bílana eingöngu. Ákvörðu var tekin um að setja upp fjarstýrða senda og viðtæki við fyrsta tækifæri bæði í Vestmannaeyjum og Borganesi til að bæta þjónustuna við bíla. Fljótlega kom í ljós að ein tíðni dugði ekki. Var þá bætt við annarri sem var kölluð Rás 2, 3255 KHz. Sú tíðni var hugsuð sem samtalsrás milli bíla og einnig notuð fyrir fyrirtæki innan Reykjavíkur eins og olíufélögin,Vöku sem aðstoðaði við að fjarlægja skemmda bíla og fl. Þessir aðilar voru með fastastöð í sínum höfuðstöfðum og síðan í nokkrum bílum. Aftur á móti var Vegagerðin og Rarik úti á landi með fastar talstöðvar hjá sér en þær voru allar á tíðninni 2790 KHz eins og Gufunes.


Um vorið 1970 er byrjað að hannað og smíða fullkomið afgreiðsluborð fyrir bílaþjónustuna í Gufunesi. Í borðinu voru frá upphafi einingar fyrir fjarstýrðu viðtækin og sendana sem voru komnir víða um landið og ætlun var að fjölga. Gert var ráð fyrir að geta afgreitt símtöl við bílana. Fyrst var eingöngu um skiptital í báðar áttir að ræða, en síðar með því að nota tvær tíðnir gat sá er í símanum var bæði hlustað og talað samtímis. En sá er í bílnum var varð að skipta milli sendingar og hlustunar. Tíðnirnar voru 2761 og 2854 KHz og hét rásin, Rás 3 í talstöðvunum bílanna. Þetta létti mikið á loftskeytamanninum sem annars þurfti að hlusta á samtölin og skipta milli hlustunnar og sendingar fyrir þann sem í símanum var á réttu augnabliki.   Eftir að breytingin átti sér stað úr AM talstöðvum í SSB var tíðni rásar 2 breytt í 2833 KHz í stað 3255 til notuð milli bíla. Þessi tíðni var hagkvæmar út af stillingu loftnetanna á bílunum.   Að hönnun og smíði þessa nýja borðs í Gufunesi stóðu þeir Jón Ármann Jakobsson verkfræðingur og Stefán Arndal stöðvastjóri í Gufunesi. Ekkert var til sparað og er hönnun og smíði þess til fyrirmyndar hvað varðar góðan frágang og útsjónasemi. Mestur hluti þess er í sjálfstæðum einingum sem fljótlegt er að skipta út ef bilun hefði komið upp. Íhlutirnir sem notaðir voru til smíðinnar eru enn í fullkomnu lagi, þannig að lítið hefur reynt á bilanaþáttinn. Spennar og fl. var smíðað hér á landi. Ljós týrur eru við hvern hátalara í borðinu. Gat því talstöðvavörður skrúfað niður í hátalaranum ef miklar truflanir voru í loftinu, en séð ef einhver kallaði og viðkomandi viðtæki nam uppkallið. Þá kviknaði ljós á týrunni. Þessa lausn hefur undirritaður hvergi séð á tækjum frá erlendum framleiðendum. 

Borðið er nú á safninu í Skógum. Þar er hægt að heyra fjarskipti frá þeim tíma sem það var í notkun og lofttruflanir eins og þær voru á árunum 1970 til 1985. Efsta myndin er af borðinu í notkun upp í Gufunesi. Helgi B Magnússon yfirsímritari er á vakt. Lókal-viðtækið er efst til vinstri.

 

Gert var ráð fyrir í upphafi möguleika á fjarstýringum á allt að 12 staði. Tekinn hafði verið í notkun nýr aðalsendir sem var 10 kW og staðsettur á Rjúpnahæð. Hann var í daglegu tali kallaður "Lókalsendir". Einnig voru komnir sendar á Garðskaga, Fjarðarheiði, á Björgum í Eyjafjörð og Brú í Hrútafirði. Þessi lókalsendir var það góður að sjaldan voru hinir notaðir. Viðtæki voru á fleiri stöðum en sendar. Lókalviðtæki í Gufunesi. fjarstýrð viðtæki í Garðskagavita, Sigöldu, Húsavík, Gagnheiði, Björgum, Brú og Vestmannaeyjum. Viðtækið í Garðskagavita reyndist mjög vel og náði sendingum frá bílum oft betur en önnur sem voru nær. Sjálfsagt hefur það gert gæfumuninn að enginn önnur mannvirki en vitinn voru á Reykjanesi á þessum tíma og því litlar truflanir.  

Eftir að afgreiðslan við bílana var tekin upp í Gufunesi eru til tölur um fjölda viðskipta við bíla fyrstu árin. 1961 voru skráð samtöl við bíla samtals 1689. 1962 voru samtölin orðin 3124. 1963 voru samböndin 4037. Ekki hafa fundist upplýsingar um fleiri færslur að sinni.

Um Verslunarhelgina 1961 gerði FÍB út nokkra vegaþjónustubíla útbúna talstöðvum. Verkefnið tókst mjög vel og þótti forráðamönnum FÍB ástæða til að senda loftskeytamönnunum í Gufunesi þakkarbréf fyrir aðstoðina eftir helgina. Nokkur ár á eftir var samskonar þjónusta rekinn með afgreiðslu í gegnum Gufunes Radió. Nú fara allar beiðnir um hjálp og tilkynningar um óhöpp um farsíma.

Í greininni "Fjöldi og kallmerki Gufunestalstöðva" er að finna nánar um hver fjöldi talstöðva var skráður í notkun milli ára.  

Sólahrings þjónustu við bíla var hætt formlega um miðnætti þann 15 júní 2001. Á sama tíma var gefið leyfi fyrir notkun 2311 KHz í þessar talstöðvar ef menn vildu nota þær áfram. Á þeirri tíðni er stöðug hlustun allan sólahringinn vegna skipaþjónustunnar. Ekki er þó ætlast til að menn spjalli um daginn og veginn á þessari tíðni. Aðeins noti hana fyrir uppköll og stutt skilaboð.    

Ennþá er hægt að fá þjónustu á 2790 KHz við bíla frá Vaktstöð Siglinga eins og loftskeytastöðin heitir í dag. Þar er þó ekki vöktun á tíðninni lengur nema beðið sé um það sérstaklega. Ennþá eru nokkrir jeppamenn með þessar talstöðvar í bílum sínum. Það þarf ekki að borga nein gjöld af þeim lengur og nota má gömlu tíðnirnar fyrir spjall milli bíla.

           Upplýsingar um vinnuborðið frá Gufunes Radío


Þetta vinnuborð var í hálfgerðu reiðileysi vestur á Fjarskiptasafninu á Melunum þegar undirritaður fékk það afhent til að setja upp á Skógum ásamt gömlu Gufunes bílatalstöðvunum. Þar á það betur heima, enda við hlið þeirra tækja sem þjónað var frá borðinu.


 


Aðrar upplýsingar hefur undirritaður fengið frá fyrrverandi loftskeytamönnum sem unnu við afgreiðslu á "bílaradióinu" eins og það var kallað. Einnig var Jón Ármann búinn að lýsa smíðinni fyrir mér skömmu áður en hann lést árið 2008. Stefán Arndal fyrrverandi stöðvastjóri í Gufunesi kom einnig að þessari smíði og hefur lagt inn fróðleik hvað það varðar. Björn H. Sigurðsson núverandi deildarstjóri Tæknideildar í Gufunesi hefur aflað gagna fyrir mig og lýst ýmsum þáttum við notkun, því Björn vann við uppsetningu og viðhald alla tíð á meðan borðið var í notkun.


Áður en þetta umrædda "merkilega" afgreiðsluborð var sett upp á Skógum í Júní 2009 gerði undirritaður á því ýmsar breytingar til að hægt væri að virkja það sem lifandi hlut í safninu. Allar breytingar voru gerðar þannig að engum upphaflegu var fórnað í smíðinni.

Undirritaður hefur einnig tugi ára reynslu af þjónustu frá Gufunesi allt frá árinu 1967 vegna vinnu minnar út um allt land við jarðhitamælingar fyrir Orkustofnun til ársins 1980. Veigamiklar mæliniðurstöður voru sendar beint með talstöðvum til jarðfræðinganna. Síðar hafði ég mikil samskipti við Gufunes Radio vegna þjónustu við notendur þessara talstöðva fram til dagsins í dag og þekkir þar af leiðandi hluta sögunnar af eigin reynslu..

 


Hér til hliðar er ljósrit úr dagbók Loftskeytastöðvarinnar í Gufunesi frá 21 febrúar 1961 sem sýnir tilkynningu til starfsmanna stöðvarinnar um hvað er í vændum.


 


Sigurður Harðarson


Rafeindavirki


 

Dags: 08 11 2009

Til baka

Fleiri greinar frá Gamla Tímanum hér fyrir neđan

Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.dags: 16.10.2009

Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandidags: 19.10.2009

Sagan um Gufunes Radio. dags: 08.11.2009

Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.dags: 27.03.2012

Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđdags: 17.10.2009

Jólatréđ.dags: 17.10.2009

Fyrstu bílatalstöđvar í ferđabílum á Íslandidags: 21.10.2009

Fjöldi og Kallmerki Gufunestalstöđvadags: 27.10.2009

Leyfisbréf talstöđvadags: 28.10.2009

Klukka loftskeytamannsinsdags: 12.03.2011

Landmannalaugar fyrr og núdags: 19.10.2009

Stillimynd RUVdags: 25.03.2012

Skíđaskálarnir í Hveradölumdags: 06.04.2012

Saga magnarans, undanfara ipod og farsímatónlistar fyrir unglinga.dags: 20.10.2009

Gibson Girl, dásamlegasta stúlka í heiminum ! ! !dags: 20.10.2009

Jón Sendags: 16.10.2009

Bjarni Karlsson Rafeindvirkidags: 07.09.2010

Viđtćkjavinnustofandags: 08.02.2012

Útvarpsvirki dags: 08.02.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265