ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Gamli Tíminn
Útvarpsvirki
Starfsheitið "Útvarpsvirki" varð til fyrir tæpum 100 árum. Eftir að útvarpssendingar hófust á Íslandi með tilkomu  Ríkisútvarpsins 20 desember 1930 varð til stétt manna sem tileinkuðu sér fag sem fékk nafnið "Útvarpsvirki".  Fram að því var ekki til mikið af útvarpstækjum í landinu þó einkarekinn útvarpstöð Ottós B Arnars hafi starfað frá 1926. Talið er að tækjafjöldinn hafi verið á bilinu 500 til 1000 tæki. Bæði voru þetta innflutt tæki og þó ótrúlegt sé var talsvert smíðað af tækjum hér á landi af áhugamönnum. Fljótlega eftir stofnun RUV var farið að kenna fagið í Iðnskólanum. 1932 var farið að útskrifa menn með sveinsréttindi sem urðu síðan sjálfkrafa meistarar eftir tveggja ára vinnu í faginu. Félag var stofnað 10 janúar 1938 og fékk nafnið  " Félag útvarpsvirkja". Þetta voru 15 menn í fyrstu. Þeir lögðu upp með það að verja og efla þetta fag hér á landi. Þegar stríðið skall á og landið var hernumið voru þessir menn undir smásjá þar sem þekking þeirra var talin geta ógnað fjarskiptum setuliðsins. Til dæmis var þeim gerð skylda að aftengja miðbylgju viðtækja sem komu í viðgerð til að minnka möguleika fólks að ná erlendum útvarpssendingum, svo sem BBC og þýskum stöðvum. Radio áhugamenn (Amateur ) voru undir sérstöku eftirliti. Þegar undirritaður hóf nám í útvarpsvirkjun árið 1962 var enn að koma tæki í viðgerð sem voru með óvirka miðbylgju frá þessum tíma. En á þeim árum var "Kanaútvarpið" orðið vinsælt á suðvesturhorninu. Herstöðin á Keflavíkurflugvelli rak öfluga útvarpsstöð sem sendi út allan sólahringinn á miðbylgjunni, 1530 Khz. Það þurfti því að lagfæra þessi tæki til að ná kananum eins og það var kallað í daglegu tali. Ríkisfyrirtækinu Póstur og Sími var falið á stríðsárunum að sjá um alla senda og talstöðvar, hvort sem það var á landi eða í skipum og bátum. Enginn annar en starfsmenn þess máttu vinna við slík tæki og þeir sem voru í einkarekstri urðu að lúta því. Þetta var kallað "Stríðslög" innan stéttarinnar. Það gekk svo langt að starfsheitið" Útvarpsvirkjameistari" var þurrkað út úr símaskránni í mörg ár á eftir. Það þurfti hæstaréttardóm til að fá því hnekkt nokkrum árum síðar. Tækninni fleygði fram eftir stríð og lengi var skortur á mönnum í þetta fag því þörfin var mikil. 1983 voru sameinuð þrjú starfsheiti. Útvarpsvirkjar, Skriftvélavirkjar og Radio-símvirkjar í eitt starfsheitið, "Rafeindavirki". Skriftvélavirkjar höfðu verið í upphafi meira rennismiðir en reiknivélar voru orðnar alfarið rafeindatæki á þeim tíma. Póstur og Sími hafði verið með sinn eigin skóla og þeirra menn voru réttindalausir á almennum markaði fram að þessum tíma. Nám þessara þriggja greina var fært inn í Iðnskólann í Reykjavík og svo er enn. Meistarafélag varð til en í dag heitir það Meistarafélag Rafeindavirkja og er orðin lítil deild innan SART sem eru samtök fyrirtækja í rafiðnaði. Því miður er farið að bera á að þeir sem hafa lagt á sig að sitja í skóla og afla sér réttinda í fagnámi eins og rafeindavirkjun eru ekki endilega teknir fram yfir sjálf-lærða réttindalausa í vinnu. Þar vegur þyngst vinna við tölvur sem eru óhjákvæmilega framhald af þróun rafeindatækninnar. Þá stefnir allt í sama far og fyrir 1930 þegar áhugamenn smíðuðu sín útvarpstæki áður en "Útvarpsvirki" varð til sem fag.

Sigurður Harðarson, útvarpsvirki frá 1966 til 1983 en Rafeindavirki eftir það.


Dags: 08 02 2012

Til baka

Fleiri greinar frá Gamla Tímanum hér fyrir neđan

Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.dags: 16.10.2009

Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandidags: 19.10.2009

Sagan um Gufunes Radio. dags: 08.11.2009

Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.dags: 27.03.2012

Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđdags: 17.10.2009

Jólatréđ.dags: 17.10.2009

Fyrstu bílatalstöđvar í ferđabílum á Íslandidags: 21.10.2009

Fjöldi og Kallmerki Gufunestalstöđvadags: 27.10.2009

Leyfisbréf talstöđvadags: 28.10.2009

Klukka loftskeytamannsinsdags: 12.03.2011

Landmannalaugar fyrr og núdags: 19.10.2009

Stillimynd RUVdags: 25.03.2012

Skíđaskálarnir í Hveradölumdags: 06.04.2012

Saga magnarans, undanfara ipod og farsímatónlistar fyrir unglinga.dags: 20.10.2009

Gibson Girl, dásamlegasta stúlka í heiminum ! ! !dags: 20.10.2009

Jón Sendags: 16.10.2009

Bjarni Karlsson Rafeindvirkidags: 07.09.2010

Viđtćkjavinnustofandags: 08.02.2012

Útvarpsvirki dags: 08.02.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265