ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Gamli Tíminn
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Annað stórslys hefur átt sér stað í Reykjavík á stuttum tíma. Nú er búið að leggja niður fjarskiptasafnið á Melunum í fyrstu loftskeytastöð Íslendinga. Húsi var sérstaklega byggt til að hýsa fyrstu senda Íslendinga sem gerðu landinu kleift að vera í stöðugu sambandi við umheiminn. Fyrra slysið var í "góðærinu" svokallaða 2009. Rifið var húsið á Rjúpnahæð sem byggt var á stríðsárunum og hýsti stuttbylgjusenda fyrir Gufunes-radio. Það hús átti einnig merka sögu og hefði mátt varðveita án þess að skerða nýtingu þess í aðra þágu. Saga loftskeytasendinga má segja að hafi fyrir alvöru tekið kipp árið 1912 í kjölfar Títanic slyssins. Sá atburður ýtti verulega undir fjölgun loftskeytatækja í skipum. Tekin var upp hlustvarsla allan sólahringinn á neyðarbylgju og svo er enn í dag. Eingöngu var um morse sendingar á þeim tíma. SOS varð alþjóða neyðarmerki á morse. Hlustvarsla var og er enn fyrstu þrjár mínútur yfir heilan og hálfan tíma. Eftir að tal viðskipti hófust er hlustunarskylda áfram á sömu tímum allan sólahringinn. Neyðarkallið eftir að talviðskipti hófust er " Mayday, Mayday ". Lítil breyting hefur átt sér stað önnur en sú að ný tíðnisvið hafa tekið við af þeim upphaflegu og gervitungl taka á móti sjálfvirkum sendingum frá neyðarsendum. Árið 1905 var reyst móttökustöð skammt frá húsinu Höfða sem stendur við núverandi Sæbraut í Reykjavík. Reist var 50 m. loftnetsmastur og þann 26. júní sama ár var svo tekið á móti fyrsta loftskeytinu og þar með einangrun landsins rofin. Loftskeytastöð sem bæði tók á móti skeytum og gat sent er svo byggð á melunum vestan við tjörnina í Reykjavík. Stöðin tók til starfa 17 júní 1918 og kallmerkið var TF-A.  Öll fjarskipti fóru fram á Morse fyrstu árin. Eftir að talviðskipti komust á var kallmerkið  "Reykjavík Radio". Árið 1926 eru um 40 ísl. skip kominn með talstöðvar. Þetta voru kaupskip og togarar. Árið 1928 voru gerðar tilraunir með smíði lítilla talstöðva ætlaðar í minni báta. Fyrstu tvær stöðvarnar voru aðeins með 1 watts sendiafli. Það var eigi að síður bylting á þeim tíma sem þróaðist fljótt í stærri senda, allt að 80 wött í lokin þegar innlendri smíði bátatalstöðva lauk árið 1980.. Upp úr 1936 fjölgað loftskeytastöðvum umhverfis landið fyrir þjónustu við bátaflotann.  Rekstri Loftskeytastöðvarinnar á Melunum var hætt 1963 og öll starfsemi flutt upp í Gufunes. Húsið fékk það hlutverk síðar að hýsa fjarskiptasögu landsins, enda húsið sjálft hluti hennar. Mikið var lagt í að gera þetta safn vel úr garði. Umsjón safnsins var allan tímann í umsjá Jóns Ármanns Jakobssonar verkfræðings, sem áður hafði verið einn yfirmanna í Gufunesradio og skólastjóri símaskólans. Hann þekkti því vel starfsemi loftskeytastöðva á Íslandi.
Þegar Landsíminn var seldur var eitt af fyrstu verkum nýrra eiganda að losa sig við safnið og allt sem því fylgdi. Þjóðminjasafnið fékk hús og búnað til varðveislu. Því miður virðist ekki lengur vera rekstrargrundvöllur eða áhugi með að varðveita safnið í þessu húsi. Vonandi fær húsið þó að standa sem minning um þessa merku sögu. Lán í óláni er þó að safngripunum verður komið fyrir á samgöngusafninu á Skógum. Þar er að verða eitt stærsta safn fjarskiptatækja á landinu.

Sigurður Harðarson.

Dags: 27 03 2012

Til baka

Fleiri greinar frá Gamla Tímanum hér fyrir neđan

Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.dags: 16.10.2009

Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandidags: 19.10.2009

Sagan um Gufunes Radio. dags: 08.11.2009

Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.dags: 27.03.2012

Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđdags: 17.10.2009

Jólatréđ.dags: 17.10.2009

Fyrstu bílatalstöđvar í ferđabílum á Íslandidags: 21.10.2009

Fjöldi og Kallmerki Gufunestalstöđvadags: 27.10.2009

Leyfisbréf talstöđvadags: 28.10.2009

Klukka loftskeytamannsinsdags: 12.03.2011

Landmannalaugar fyrr og núdags: 19.10.2009

Stillimynd RUVdags: 25.03.2012

Skíđaskálarnir í Hveradölumdags: 06.04.2012

Saga magnarans, undanfara ipod og farsímatónlistar fyrir unglinga.dags: 20.10.2009

Gibson Girl, dásamlegasta stúlka í heiminum ! ! !dags: 20.10.2009

Jón Sendags: 16.10.2009

Bjarni Karlsson Rafeindvirkidags: 07.09.2010

Viđtćkjavinnustofandags: 08.02.2012

Útvarpsvirki dags: 08.02.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265