ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Gamli Tíminn
Jólatréđ.


Nafnið "Jólatréð" festist við þessa rútu sem Guðmundur Jónasson Fjallabílstjóri átti. Ástæðan var að framan á toppnum yfir framrúðunni voru þrjú ljós og tvö úti við hvora hlið. Sama var aftast á toppnum. Þetta var ekki algengt á þessum árum og þótti sérstakt. Í mirkri var þetta mjög glæsilegur bíll með öll sín ljós.


Upphaflega var þetta 10 hjóla GMC vörubíll frá hernum. Guðmundur breytti fjöðrum og fl. til að gera hann að þýðum og þægilegum farþegabíl. Húsið var stórt og rúmgott með gott bil milli sæta. Bílinn var með tvær afturhásingar og alla tíð á einföldu sem kallað var. Byggt var yfir hann hjá Agli Vilhjálmssyni 1954. Þegar því lauk þurfti að stækka hurðina á verkstæðinu til að koma bílnum út.


Eins og sjá má á myndunum var trégrind í húsinu. Klæðning var síðan úr boddystáli utan á. Síðra fóru menn að nota stálprófíl í grindurnar. Þá urðu húsin léttari og endingasbetri. Talstöð var sett í þennan bíl fljótlega eftir að hann kom á götuna. Var það þrískipt stöð frá landsímanum. Sendir og viðtæki voru í sitt hvoru boxinu og þriðja boxið með spennugjafa fyrir sendir og viðtækið var undir framsætinu. Þessi box voru frekar stór en komust ágætlega fyrir. Talstöðin virkaði yfirleitt mjög vel í þessum bíl. Ein af ástæðunum er að toppurinn á honum var klæddur með boddystáli sem var þá nýjung. Einnig var búið að hanna loftnetsstangir sem samanstóðu af millilegg, spólu á miðju og topp sem var 2.5 m. langur. Frá talstöðinni var notaður svokallaður kertaþráður. Það var 0.75 q vír með þykkri einangrun. Þessi útfærsla var Ísl. hönnun og notuð alla tíð á meðan AM mótuðu talstöðvarnar voru í notkun, eða til ársins 1984.  Leifarnar af þessum bíl eru á Egilstöðum í dag.     

 
Gunnar Guðmundsson, sonur Guðmundar hefur verið að safna saman og skrá heimildir um fyrstu bíla fyrirtækisins. Guðmundur Jónasson var einn af frumkvöðlum landsins með hópferðir inn á hálendi Íslands. Hann bar einnig mikla virðingu fyrir ósnortri náttúru. Ávallt í lok hverrar ferðar var þess sérstaklega gætt að ekki væri neitt rusl sjáanlegt eftir hanns hópa. Bílar hanns voru fyrstu hópferðabílar á Íslandi með ruslaförtur. Undirritaður var vitni að því í ferð inn að Hagavatni um sumarið 1957 þegar íslenskur ferðamaður furðaði sig á fötu í bílnum og spurði til hvers hún væri." Ruslafata var svarið". Til hvers ?  Gvendur ypti bara öxlum...............  

Smá viðbótaupplýsingar um bílinn sjálfan frá Gunnari.

Egill Vilhjálmsson byggði yfir R-376 árið 1954. Bifreiðin var 23 sæta og síðar með 4 auka gangsætum Undirvagninn var óbreytt G.M.C. herbifreið með 3 Timken öxlum en var búinn stækkuðum hjólbörðum 1000x18 sem bættu fjöðrunina. Það var sú mæta ferðakona María Maack sem átti nafngiftina: "Jólatréð".

Á árinu 1959 var skipt um vél. Í stað GMC bensínvélarinnar kom Henchel dieselvél.


Hákon Aðalsteinsson á Egilstöðum, vísnasnillingur með meiru, keypti Jólatréð fyrir farþegaflutninga á Austurlandi.


 

Dags: 17 10 2009

Til baka

Fleiri greinar frá Gamla Tímanum hér fyrir neđan

Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.dags: 16.10.2009

Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandidags: 19.10.2009

Sagan um Gufunes Radio. dags: 08.11.2009

Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.dags: 27.03.2012

Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđdags: 17.10.2009

Jólatréđ.dags: 17.10.2009

Fyrstu bílatalstöđvar í ferđabílum á Íslandidags: 21.10.2009

Fjöldi og Kallmerki Gufunestalstöđvadags: 27.10.2009

Leyfisbréf talstöđvadags: 28.10.2009

Klukka loftskeytamannsinsdags: 12.03.2011

Landmannalaugar fyrr og núdags: 19.10.2009

Stillimynd RUVdags: 25.03.2012

Skíđaskálarnir í Hveradölumdags: 06.04.2012

Saga magnarans, undanfara ipod og farsímatónlistar fyrir unglinga.dags: 20.10.2009

Gibson Girl, dásamlegasta stúlka í heiminum ! ! !dags: 20.10.2009

Jón Sendags: 16.10.2009

Bjarni Karlsson Rafeindvirkidags: 07.09.2010

Viđtćkjavinnustofandags: 08.02.2012

Útvarpsvirki dags: 08.02.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265