ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Gamli Tíminn
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Árið 1951 fór Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri þess á leit við forráðamenn Landsímans að fá talstöð til prufu í nýlega rútu sem hann átti, R-346 . Landsíminn smíðaði þá talstöðvar á þessum tíma aðallega fyrir smábáta. Guðmundur vissi sem var að mikið öryggi fælist í að vera með talstöð í óbyggðum. Eftir nokkrar ferðir til Landsímans og þolinmæði fékk hann bátatalstöð sem breytt hafði verið svo setja mætti hana í bíl. Ekki voru þá komnar loftnetsstangir eins og notaðar eru í dag. Settar voru því glerkúlur eins og notaðar voru á símastaura fremst og aftast á toppinn. Loftnetsvír var síðan strengdur á milli þeirra. Þetta loftnet virkaði ágætlega því toppurinn var trégrind með segli. Síðan var farið austur á Þingvöll til prufu. Reynslan af þessari ferð gerði það að verkum að ekki var aftur snúið í þessum málum. Ári síðar voru nokkrir bílar komnir með talstöðvar. Því til staðfestingar er mynd af báðum bílum Páls Arasonar fjallamanns á Sprengisandi árið 1952 með loftnetsstangir. Í fyrstu voru þessar talstöðvar á bátatíðnum en þegar Loftskeytastöðin í Gufunesi fór að hafa sólahrings þjónustu árið 1961 fyrir bíla var breytt yfir í sér bylgju, 2790 KHz. Sú tíðni var notuð alla tíð eftir það þangað til Gufunes hætti þessari þjónustu árið 2001. Enn eru margir jeppamenn með þessar talstöðvar í bílum sínum og nota þær á fjöllum. Gufunes Radio er ekki til í þeirri mynd sem áður var. Nú heitir starfsemin "Vakstöð Siglinga" sem er staðsett í kjallara Slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð í Reykjavík. Tæki þeirra eru að mestu fjarstýrð í senda víðs vegar um landið. Þaðan er þó hægt að skipta yfir á 2790 ef til þess gerist þörf. Þessi fjarskiptamáti er því ekki alveg útdauður enn.

 


Bíll Guðmundar gekk undir nafninu"Gemsinn".                                                                            


Þetta var upphaflega 10 hjóla GMC vörubíll model 1945 frá hernum sem breytt hafði verið í 19 manna rútu. Sem rúta var hann aðeins með eina hásingu að aftan og á einföldu. Þessi bíll var mjög hár og góður til að fara yfir vötn og seigur í miklum snjó. Undirritaður fór margar ferðir í þessum bíl sem unglingur. Guðmundur Jónasson seldi bílinn á sjötta áratugnum. Nokkrir eigendur voru að honum eftir það uns hann brann fyrir ofan Hafnafjörð einhvern tíman eftir 1970.    

      

Viðbótaupplýsingar um bílinn eru frá synu Guðmundar, Gunnari Guðmundsyni til viðbótar þess sem sem kemur fram í greininni hér fyrir ofan. 

Egill Vilhjálmsson byggði yfir R-346 19 farþega hús árið 1949. Upphaflega var hann með þrjár Timken öxla hásingar en önnur aftur hásingin tekinn undan og fjaðrabúnaði breytt.  Síðar varð að skipta um öxla og þá settir öxlar af G.M. gerð.  Árið 1959 keyptu Kjartan & Ingimar bílinn. Síðar var hann seldu til Kristjáns Jónssonar hópferðabílstjóra  í Hveragerði.  Númerið R-346  hefur verið lengi í eigu Guðmundar og verið á alls þrem fjallabílum og allt upp í 15 -20 ár á hverjum.

Guðmundur þekki vel til símans, var með bifreiðar sínar í sumarvinnu við símalagnir víða um land sumrin 1934 til 1939.  Hann byrjaði fljótlega að biðja símann um talstöð þegar hann hóf fjallaferðir en fékk það svar að talstöðvar væru aðeins fyrir báta.  Haustið 1950 fórst flugvél Loftleiða  “Geysir” á Vatnajökli og var Guðmundur á leitartímanum í ferð á Sprengisandsleið, talstöðvarlaus.  Þetta,og ferðir tengdar björgun úr Geysi urðu til þess að hann fékk talstöð sem sett var í R-346 árið 1951.


Dags: 17 10 2009

Til baka

Fleiri greinar frá Gamla Tímanum hér fyrir neđan

Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.dags: 16.10.2009

Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandidags: 19.10.2009

Sagan um Gufunes Radio. dags: 08.11.2009

Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.dags: 27.03.2012

Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđdags: 17.10.2009

Jólatréđ.dags: 17.10.2009

Fyrstu bílatalstöđvar í ferđabílum á Íslandidags: 21.10.2009

Fjöldi og Kallmerki Gufunestalstöđvadags: 27.10.2009

Leyfisbréf talstöđvadags: 28.10.2009

Klukka loftskeytamannsinsdags: 12.03.2011

Landmannalaugar fyrr og núdags: 19.10.2009

Stillimynd RUVdags: 25.03.2012

Skíđaskálarnir í Hveradölumdags: 06.04.2012

Saga magnarans, undanfara ipod og farsímatónlistar fyrir unglinga.dags: 20.10.2009

Gibson Girl, dásamlegasta stúlka í heiminum ! ! !dags: 20.10.2009

Jón Sendags: 16.10.2009

Bjarni Karlsson Rafeindvirkidags: 07.09.2010

Viđtćkjavinnustofandags: 08.02.2012

Útvarpsvirki dags: 08.02.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265