ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Gamli Tíminn
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi


Fyrsti sérútbúni "Fjarskiptabíll" á Íslandi er án efa fyrsti bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík sem keyptur var af Norðurleið árið 1954, þrem árum eftir stofnun sveitarinnar. Þetta var enskur Bedford frá Breska hernum, sem kom sem vörubíll, skráður módel ´42.  Fjarskiptaklefi var fremst í afturhúsinu, aðskilinn frá farþegarýminu fyrir aftan. Sér inngangur var inn í klefann. Talstöðin tók allan framgaflinn. Heill bekkur var þvert yfir og þar gátu allt að fjórir setið með góðu móti. Yfirleitt voru tveir til þrír í bílnum þegar stöðin var notuð. Einn til tveir að sinna fjarskiptum og sá þriðji til að hugsa um loftnet og halda bílnum í gangi. Rafkerfið var 6 volt, en 28 volta Dýnamor fyrir talstöðina, því varð vélin að ganga á nokkuð jöfnum hraða þegar stöðin var notuð.


Loftnetið var uppi á toppi hússins og reist upp og stagað þegar stöðin var notuð. Þetta var um 5-6 m löng stöng og því ekki hægt að keyra með hana uppi. Sérstakur loftnetsstillir var við stöðina og þurfti ávallt að halda honum réttum á meðan sendirinn var í gangi. Ástæðan var að loftnetið var láohma og minnsta hreyfing á bílnum breytti rýmd loftnetsins miðað við jörðu. Á framstuðara var rúlla með löngum vír til að nota sem loftnet ef skilyrði í loftinu voru þannig að stöngin hentaði illa. Hann var þá hengdur upp í næsta staur eða brekku við hlið bílsins. Lengdin gat verið allt að 100 m. ef viðskiptin voru á láum tíðnum.


Talstöðin var frá Collins, tegund AN/ART-13, 28 volta flugstöð. Sendirinn var loftkældur sem þótti mjög fullkomið á þeim tíma. Tíðnisvið stöðvarinnar var frá 1,6 MHz til 4,8 MHz. Þetta voru eingöngu lampastöðvar og tóku mikinn straum. Sérstakur Dynamotor (Rafall ) var innbyggður í stöðina til að framleiða háspennu á lampanna. Glóðin var láspennt, 6 volt. Síðan var framleidd spenna frá 28 voltunum í 250 til 300 volt fyrir plötustraum lampanna. Straumnotkun í sendingu gat því farið í allt að 30 - 40 Amper en í móttöku rúm 10 Amper. Þessi stöð hefur náð þegar best lét 15 til 20 watta sendistyrk.


Árið 2009 taka svona talstöðvar mest 3 - 5 Amp. frá 12 voltum og senda 25 wött ásamt að ná yfir miklu stærra tíðnisvið.
Smá innlegg frá Gretari Felix, félaga í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Hann hefur í mörg ár safnað upplýsingum frá fyrstu árum sveitarinnar og skráð það.
 

"Þessi bíll var einnig fyrsti sérútbúni bíll björgunarsveitar á Íslandi. Ástæðan er sennilega sú að FBS var nátengd Flugmálastjórn og margir af fyrstu félögum í FBS voru starfsmenn Flugmálastjórnar. Í þeirra röðum voru starfsmenn bæði bílaverkstæðis og radíóverkstæðis Flugmálastjórnar, allt áhugamenn um fjarskipti og björgunarmál. Í bílnum var einnig búnaður til að gera hann að færanlegu sjúkrahúsi eins og það var skilgreint á þeim tíma. Þetta var fyrsta færanlega sjúkráhúsið á landinu. Sumarið 1955 var bíllinn staðsettur austur í Vík í Mýrdal, til aðstoðar, þegar brúnna á Múlakvísl tók af. Í annan tíma var hann staðsettur á Kambabrún til að aðstoða Loftskeytastöðina í Reykjavík vegna slæmra skilyrða austur á landi. Talstöðin var það kraftmikil að til hennar heyrðist bæði í Færeyjum og Prestvík ".V

               

Dags: 19 10 2009

Til baka

Fleiri greinar frá Gamla Tímanum hér fyrir neđan

Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.dags: 16.10.2009

Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandidags: 19.10.2009

Sagan um Gufunes Radio. dags: 08.11.2009

Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.dags: 27.03.2012

Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđdags: 17.10.2009

Jólatréđ.dags: 17.10.2009

Fyrstu bílatalstöđvar í ferđabílum á Íslandidags: 21.10.2009

Fjöldi og Kallmerki Gufunestalstöđvadags: 27.10.2009

Leyfisbréf talstöđvadags: 28.10.2009

Klukka loftskeytamannsinsdags: 12.03.2011

Landmannalaugar fyrr og núdags: 19.10.2009

Stillimynd RUVdags: 25.03.2012

Skíđaskálarnir í Hveradölumdags: 06.04.2012

Saga magnarans, undanfara ipod og farsímatónlistar fyrir unglinga.dags: 20.10.2009

Gibson Girl, dásamlegasta stúlka í heiminum ! ! !dags: 20.10.2009

Jón Sendags: 16.10.2009

Bjarni Karlsson Rafeindvirkidags: 07.09.2010

Viđtćkjavinnustofandags: 08.02.2012

Útvarpsvirki dags: 08.02.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265