ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Gamli Tíminn
Saga magnarans, undanfara ipod og farsímatónlistar fyrir unglinga.

Þessi magnari á sér nokkuð sérstaka sögu eins og á við um flesta hluti.


Það mun hafa verið á árunum kringum 1960 að Einar Matthías. Kristjánsson garðyrkjubóndi að Reykjadal í Mosfellsdal fékk þá hugmynd að tengja hátalarakerfi um öll þau gróðurhús sem tilheyrðu gróðrarstöðinni en þau voru fimm talsins, samtals ca.3000 m2.


Þetta var á þeim árum þegar Elvis Presley var hvað virkastur og jarðarförum var útvarpað milli kl 11 og 12 á virkum dögum. (Almúginn var jarðaður á virkum dögum, broddborgarar á laugardögum) 


Útsendingar Ríkisútvarpsins voru annars ekki á milli kl. 10 og 12 á daginn.


Til verksins fékk hann ungann rafvirkjanema sem útbjó magnarann þannig að hann dygði til þess að koma hljóði í þá hátalara sem Einar var búinn að tengja um gróðrarhúsin með sprengiþræði en hvortveggja var keypt hjá Sölunefnd Varnarliðseigna í Reykjavík. Hljóðnemann fékk Einar hjá Norðurleiðum en hann mun hafa verið notaður við Gufunestalstöðvar fyrirtækisins. Þetta var á þeim árum þegar talstöðvarnotendur sögðu “skipti” þegar þeir höfðu lokið tali sínu í loftinu og biðu eftir svari frá hinum.

Gamalt lampaútvarp var svo staðsett í pökkunarhúsi gróðrarstöðvarinnar. Þegar útvarpað var inn í húsin var hljóðneminn látinn standa við hátalara útvarpsins og þannig magnaðist hljóðið upp.


Þó stutt væri frá Reykjavík upp í Mosfellssveit náðist "gamla gufan" á LW bylgju ekki nema tengja 30 metar eirvír á milli húsa. Vír þessi var festur með glerkúlum í hvorn enda til að útiloka jarðtengingu.


“Stútíó” við hlið kæliklefans


Í Reykjahlíð í Mosfellsbæ er stórhýsi rétt við garðyrkjustöðina í Reykjadal. Á þessum árum var starfrækt barnaheimili fyrir börn sem komu frá heimilum með ýmis vandamál. Börnin gátu unnið sér inn nokkrar krónur með því að reyta arfa í gróðurhúsum Einars og nutu þess að heyra Presley rokka í varnarliðshátölurunum. Það var svo einn daginn að Einari datt það í hug að ef til vill mætti nýta magnarann á þeim tíma þegar útvarpsendingar lágu niðri. Útbjó hann lítið “stútíó” við hlið kæliklefans. Einn af strákunum sem oft komu í garðyrkjustöðina var áberandi skarpur og hafði skemmtilega frásagnarhæfileika. Þennan strák bað Einar að lesa sögur í hátalarakerfið á meðan hin börnin reyttu arfann. Lesnar voru margar skemmtilegar sögur þ.á.m. Pippasögur sem þóttu afar skemmtilegar í þá tíð.


Flest þessara ungmenna urðu síðan að góðum og nýtum þegnum landsins.


Það er ekki nokkur vafi að upplestur á góðu efni ásamt Karl Júr Larbó sem lék á Hapsíkot, Presley í sveiflu eða bein útsending fallegra sálma frá jarðarförum í Dómkirkjunni hafi gert þessum krökkum gott.


Kerfið var uppi í nokkur ár og mikið notað. Í dag eru öflugir útvarpsmagnarar, ipot og farsímar teknir við. Ekki er lengur útvarpað jarðaförum almúanns. Þá er það stóra spurningin. Er síspilandi tæki með tónlist sem líkist helst hamarshöggum eða vélanið betri en ljúf dansmussik og sálmar fyrir ungdóminn ?


 


Skráð af Kristjáni Einarssyni,


syni Einars garðyrkjubónda.


Í júlí 2003


Dags: 20 10 2009

Til baka

Fleiri greinar frá Gamla Tímanum hér fyrir neđan

Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.dags: 16.10.2009

Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandidags: 19.10.2009

Sagan um Gufunes Radio. dags: 08.11.2009

Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.dags: 27.03.2012

Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđdags: 17.10.2009

Jólatréđ.dags: 17.10.2009

Fyrstu bílatalstöđvar í ferđabílum á Íslandidags: 21.10.2009

Fjöldi og Kallmerki Gufunestalstöđvadags: 27.10.2009

Leyfisbréf talstöđvadags: 28.10.2009

Klukka loftskeytamannsinsdags: 12.03.2011

Landmannalaugar fyrr og núdags: 19.10.2009

Stillimynd RUVdags: 25.03.2012

Skíđaskálarnir í Hveradölumdags: 06.04.2012

Saga magnarans, undanfara ipod og farsímatónlistar fyrir unglinga.dags: 20.10.2009

Gibson Girl, dásamlegasta stúlka í heiminum ! ! !dags: 20.10.2009

Jón Sendags: 16.10.2009

Bjarni Karlsson Rafeindvirkidags: 07.09.2010

Viđtćkjavinnustofandags: 08.02.2012

Útvarpsvirki dags: 08.02.2012

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265