ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Greinar
Fjarskiptakerfi á Grćnlandsjökli
Árið 2002 var haft samband við Radióþjónustu Sigga Harðar frá Grænlandi. Sigurður Harðar var beðinn að koma og skoða fjarskiptakerfi sem sett hafði verið upp af dönsku fyrirtæki vegna starfsemi sem var í gangi 270 km. inn á jöklinum. Þessi starfsemi var á vegum þýskra bílaframleiðanda. Þar voru við störf allt að 300 manns tvisvar á ári, tvo mánuði í senn við að prófa nýja bíla og vélar sem áttu að fara í sölu nokkrum árum síðar. Miklar öryggiskröfur voru gerðar vegna þessarar starfsemi. Lagður var ísvegur upp jökulinn og á þeirri leið voru með jöfnu millibili neyðarskýli. Þau voru einnig notuð fyrir fjarskiptaendurvarpa. Búðirnar voru mjög stórar ásamt verkstæðisskemmum til viðgerða og skoðunar á bílunum. Síðan voru aðrar minni búðir til vara ef t.d. eldur kæmi upp í aðalbúðunum. Þetta og margt fleira var til að tryggja öryggi þessa fólks, enda geta veðrin á jöklinum orðið ansi slæm með stuttum fyrirvara. Fjarskiptakerfið virkaði ekki sem skildi. Danirnir höfðu komið tvær eða þrjár ferðir en ekki tókst þeim að gera kerfið virkt.

Ráðnir höfðu verið Íslendingar til að sjá um ferðir milli búðanna og þorpsins við millilandaflugvöllinn við Kangerlussuaq. Þeir höfðu til umráða tvo Patrol jeppa sem breytt hafði verið á Íslandi. Þessir strákar voru vanir fjallamenn frá Íslandi og þekktu fjarskiptakerfi björgunarsveitanna vel. Þeim fannst einkennilegt að þetta þyrfti að vera eitthvað vandamál á Grænlandi frekar en á Íslandi. Fengu þeir því Sigga til að skoða þetta. Í ljós kom að röng loftnet voru notuð, frágangur tækja mislukkaður og margt fleira. Ekkert var annað að gera en taka allt niður og byrja upp á nýtt. Farið var með hluta tækjanna til Íslands og þeim breytt. Stuttu síðar var farið aftur til Grænlands með ný loftnet og tækjabúnaðinn. Kerfið var síðan sett upp á nýtt. Það virkaði ágætlega eftir það. Eini vandinn var að samband var einstaka sinnum lélegt eftir veðurskilyrðum. Eftir á að hyggja sagði Sigurður að bæta hefði þurft við einum endurvarða í röðina. Þá hefði þetta orðið gott. Endurvarparnir voru sjö en hefðu þurft að vera átta. Kerfið var notað í nokkur ár en síðan selt eftir að þessi starfsemi hætti í kjölfar minnkandi sölu nýrra bíla.


Meira um þetta síðar í öðrum greinum hér á síðunni.


Dags: 30 10 2009

Til baka

Fleiri greinar hér fyrir neđan

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđdags: 15.01.2010

Eldey, Tvćr myndavélaardags: 17.01.2010

Vefmyndavél sett upp í Eldeydags: 17.01.2010

Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.dags: 14.02.2010

Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.dags: 28.12.2010

Súlan mćtti aftur í Eldey 16 janúar 2011dags: 15.04.2011

GSM vandamáldags: 15.09.2010

Íslenskir ţyrluflugmenn eru snillingardags: 17.01.2010

Flugstöđ Leifs Eiríkssonar.dags: 30.10.2009

Fjarskiptasamband fyrir verktaka.dags: 30.10.2009

Örbylgjusamband inn Hvalfjörđdags: 01.11.2009

Verkefni í Fćreyjumdags: 31.10.2009

Fjarskipti í göngumdags: 16.09.2009

Vinna á vegum Radio ehf á Grćnlandidags: 31.10.2009

Fjarskiptakerfi á Grćnlandsjöklidags: 30.10.2009

Fjarskiptasendar viđ Narsarsuaq á Grćnlandidags: 31.10.2009

VHF Endurvarpar á vesturströnd Grćnlandsdags: 31.10.2009

Verkefni á vegum Radio ehf á Grćnlandidags: 16.09.2009

Stöđumćlir á Hlöđufelli dags: 24.12.2010

Leiđarljós sett viđ Hrafntinnuskerdags: 24.12.2010

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265