ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Greinar
Verkefni á vegum Radio ehf á Grćnlandi
 Í júlí 2009 fór undirritaður til Grænlands á vegum Radíó ehf til að breyta örbylgjukerfi sem Ístak hefur notað síðastliðin tvö ár til að flytja síma- og netsamband inn í afskektan fjörð fjarri öllum mannabyggðum á Grænlandi en þar eru þeir að byggja raforkuver.  Ætlunin er að halda notkun þess áfram og nýta það sem varakerfi fyrir fjarstýringu á virkjunni ef væntanlegur ljósleiðari bilar (ljósleiðarinn verður lagður um leið og háspennustrengir fyrir virkjunina verða lagðir).


Þetta kerfi var hannað og sett upp af Radíó ehf í samvinnu við fyrirtækið Icecom. Sérstaða þess er að sólarorkan en nýtt til að drífa sendana sem staðsettir eru á fjöllum fjarri allri mannabyggð, enda sólin eini aflgjafinn. Fyrir einu ári var reynt að nota vindmyllu samhliða sólarsellunum við einn sendinn. Hún ísaði föst strax í fyrstu frostum og fauk síðan út í buskann í einhverju slæmu veðri um veturinn. Það er því ekki hægt að nota annað en sólarsellur.


Allt frá árinu 1986 hef ég verið að prófa margar gerðir sólarsella við fjarskiptabúnað á Íslandi. Sólarsellur eru mismunandi hvað ljósnæmi varðar og veðurþol. Þessi reynsla hefur nýst mjög vel og nú erum við hjá Radíó ehf með sólarsellur sem hlaða í skýjuðu veðri og þola bæði mikið frost og sandfok. Síðastliðin tvö ár sem þessi tegund hefur verið í notkun á Grænlandi hafa sýnt að þær eru mjög vandaðar.


Örbylgjusendarnir í þessu kerfi sem sett var upp fyrir Ístak eru sex. Þetta kerfi flytur á meðan framkvæmdir standa yfir, bæði netsamband, símaumferð fyrir 32. númera símstöð, myndir frá vefmyndavél og eina sjónvarpsrás.


Þessi virkjun er byggð fyrir 6000 manna bæ sem heitir Sisimiut á vesturströnd Grænlands.


Aðalatvinnuvegurinn í þessum kaupstað er fiskvinnsla og útgerð. Hafísinn hefur ekki mikil áhrif á siglingar á vetrum því bærinn stendur á hálfgerðu útnesi. Aftur á móti leggja firðirnir bæði sunnan og norðan við mjög fljótt á haustin og opnast ekki firr en seint á vorin fyrir siglingar.


Virkjunin sjálf er í firði sem kallast "Annar Fjörður". Hann er talsvert fyrir norðan þennan kaupstað og þar var náttúrlega ekkert fjarskiptasamband að hafa nema rándýrt gervihnatta samband. Á milli Sisimiut að virkjunnar er "Fyrsti Fjörður" Einföld en góð aðferð til að skilgreina fjarlægðir frá heimabænum. Þannig tala grænlendingar um fjöll og firði, því landið er stórt og langt er milli byggðakjarna. Á sumrin eru bátar aðal samgöngutækin en á vetrum snjó og hundasleðar. Fólkið í Sisimiut er mjög afslappað og tekur lífinu með stökustu ró. Sérstaka athygli vakti undirritaðan að ávallt þegar fólk var á gangi um göturnar héldust menn í hendur. Einnig var kastað á mann kveðju og brosað. Þetta er svolítið á annan hátt ef gengið er niður Bankastræti í Reykjavík. Í Sisimiut rakst undirritaður á tvo Íslenska hesta.


09.09.2009.


Sigurður Harðarson.


 Dags: 16 09 2009

Til baka

Fleiri greinar hér fyrir neđan

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđdags: 15.01.2010

Eldey, Tvćr myndavélaardags: 17.01.2010

Vefmyndavél sett upp í Eldeydags: 17.01.2010

Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.dags: 14.02.2010

Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.dags: 28.12.2010

Súlan mćtti aftur í Eldey 16 janúar 2011dags: 15.04.2011

GSM vandamáldags: 15.09.2010

Íslenskir ţyrluflugmenn eru snillingardags: 17.01.2010

Flugstöđ Leifs Eiríkssonar.dags: 30.10.2009

Fjarskiptasamband fyrir verktaka.dags: 30.10.2009

Örbylgjusamband inn Hvalfjörđdags: 01.11.2009

Verkefni í Fćreyjumdags: 31.10.2009

Fjarskipti í göngumdags: 16.09.2009

Vinna á vegum Radio ehf á Grćnlandidags: 31.10.2009

Fjarskiptakerfi á Grćnlandsjöklidags: 30.10.2009

Fjarskiptasendar viđ Narsarsuaq á Grćnlandidags: 31.10.2009

VHF Endurvarpar á vesturströnd Grćnlandsdags: 31.10.2009

Verkefni á vegum Radio ehf á Grćnlandidags: 16.09.2009

Stöđumćlir á Hlöđufelli dags: 24.12.2010

Leiđarljós sett viđ Hrafntinnuskerdags: 24.12.2010

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265