ForsíđaKrćkjurRadíó ehfFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346
Jarđgöng
Leynatunnilinn.


Starfsmenn Radio ehf settu upp fjarskiptabúnað í Leynatunnilinn og var því verki að ljúka 14 Sept. 2009. Verkefni var að senda dagskrá þeirra þriggja útvarpsstöðva sem eru í Færeyjum inn í göngin. Það er Útvarpið sem er sama og RUV heima. Lindin sem er kristileg útvarpsstöð og Rás 2, frjáls útvarpsstöð í Færeyjum. Mikið er lagt upp úr að hljómgæði séu góð og RDS merkið frá útvarpsstöðvunum skili sér vel. Þetta "RDS" merki er sérstök sending sem fer með útsendingu hverrar stöðvar og gefur útvarpstækinu í bílnum skilaboð um hvaða stöð er verið að taka á móti með nafninu sínu á skjá útvarpstækisins. Einnig stýrir þetta RDS merki viðtækinu inn á aðra útsendingartíðni sömu stöðvar ef sú sem var í notkun verður veikari. Bílstjórinn þarf því ekki að leita sjálfur og getur haldið áfram að aka án þess að vera að fikta í útvarpinu.


Settir voru tveir sendar fyrir slökkvilið og gert allt klárt fyrir fjarskiptabúnað lögreglunnar.


Einnig smíðuðum við hjá Radio ehf. búnað í kerfið sem gerir lögreglu og slökkviliði kleift að yfirtaka allar sendingar útvarpsstöðvanna samtímis ef þeir þurfa að koma boðum til vegfaranda inni í göngunum.


Leynatunnilin var byggður 1977 og er tvær akreinar. Lofthæð er 4,5 metrar og hann er 760 m. langur. Ekki hefur verið lýsing í þessum jarðgöngum fram að þessu. Lýsing var sett upp samhliða fjarskiptabúnaðnum og neyðarsímar við báða enda.


Gaman er að geta þess að byggð voru beggja megin gangnanna lítil hús sem hýsa tæknibúnað og rafmagnstöflur. Byggingarefnið er úr Íslenskum einingum.


Þannig sækja Færeyingar bæði byggingarefnið ásamt tæknilausnum og vinnuafli frá Íslandi. 

 

    .  

Dags: 10 09 2009

Til baka

Fleiri fréttir hér fyrir neđan

Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđidags: 13.09.2009

Fáskrúđsfjarđar- göng.dags: 16.10.2009

Hovstunnilin í Fćreyjumdags: 18.07.2009

Fjölgun fjarskiptarása í göngumdags: 31.01.2010

Norđskálatunnelin í Fćreyjumdags: 26.01.2009

Leynatunnilinn.dags: 10.09.2009

Lengstu jarđgöng í Fćreyjum dags: 17.09.2009

Héđinsfjarđagöngdags: 17.10.2009

Stutt göng vegna grjóthruns.dags: 17.10.2009

Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265