Starfsmenn Radíó ehf settu upp 06 Júlí 2005 sérhannaðan loftnetskapal í göngin undir Almannaskarð fyrir fjarskiptabúnað slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita. 25 w. VHF endurvarpi er tengdur inn á kapalinn, sem er á Rás 4 í kerfi björgunarsveitanna, enda þær kallaðar út ef slys verða i göngum. Ekki hefur síðan neinu öðru verið bætt við inn á þennan kapal, hvorki Tetra fjarskiptakerfi lögreglunnar né útvarpssendingum. Ekkert GSM símasamband er í þessum göngum.
Loftnetskapallinn er frá þýska framleiðandanum RFS og staðllinn er " IEC 60 754-1-2 IEC 332-1 og -3,C ". Sérstakar festingar eru fyrir kapalinn neðan á kapalstiganum sem er eftir endilöngum göngunum. Þar sem þessi göng eru ekki nema 1320 m löng var ákveðið að nýta endurvarpann einnig fyrir utan göngin. Sett var því loftnet á skálann Hornafjarðar megin. Sendingar nást innan úr göngunum og um allt nágrennið sunnan fjallgarðsins. Sæmilegt merki er meira að segja í Suðursveit frá þessum búnaði.  |