ForsíđaKrćkjurRadíó ehfVHF kortFyrirspurnir

Vörur

Áhugaverđar Greinar

Myndir í beinni frá ELDEY á netiđ
Eldey, Tvćr myndavélaar
Vefmyndavél sett upp í Eldey
Súlan mćtti 22 jan. 2010 í Eldey.
Eldey, Stutt lýsing á núverandi tćkjabúnađ.
Fleiri greinar
Fréttir
Fröken klukka 04.
Loftskeytaklefi í Skógarsafni
Stćrsta símaminjasafn landsins er í Skógum .
Loftskeytastöđin í Gufunesi
Byggđasafniđ Garđi
Fleiri fréttir
Fróðleikur
Fađir GSM símanns.
Rafeindavirkjar ferđast saman í 50 ár
Útvarpsvirkjar á ferđ í 49 ár.
Minnsti NMT síminn.
Nokia 9000i er fyrsti GSM farsími međ lyklaborđi.
Meiri fróðleik
Fjarskiptakerfi
VHF Endurvarpakerfi Björgunarsveitanna
Fjarskiptakerfi á Grćnlandi 2010.
Fyrsti Fjallatoppa endurvarpinn var settur upp á Gođastein
GSM samband í fjallaskála
Endurvarpinn á Háskerđingi
Meira um fjarskipti
Jarđgöng
Göngin undir Almannaskarđ viđ Höfn í Hornafirđi
Fáskrúđsfjarđar- göng.
Hovstunnilin í Fćreyjum
Fjölgun fjarskiptarása í göngum
Norđskálatunnelin í Fćreyjum
Meira um Jarđgöng
Gamli Tíminn
Merkilegur ţáttur í fjarskiptasögu á Íslendinga.
Sagan um Gufunes Radio.
Fyrsti sérbúni fjarskiptabíll á Íslandi
Gamla Loftskeytastöđin Melunum er nú öll.
Fyrsti fjallabíll á Íslandi međ talstöđ
Meira um Gamla Tímann
Heimasíðugerð
Reynir

Skrá inn

Gestir nú: 1
Heimsóknir: 302346

Endurvarpakort
Smelltu á kortið til að sjá það stærra og til útprentunar.
 
 
Kortið er yfirfarið 1. Janúar 2011

Kortið sýnir staðsetningu og rásir VHF endurvarpa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðaklúbbsins 4x4.Sækja Endurvarpakort PDF 9Mb


Björgunarsveitirnar gera fyrst tilraunir með VHF talstöðvar árið 1972. Almenn notkun VHF talstöðva hefst þó ekki fyrr en eftir árið 1980. Fyrsti endurvarpi björgunarsveitanna var settur upp á Hákoll á Bláfjöllun í Ágúst 1980.  Ferðafélagið 4x4 setti sinn fyrsta endurvarpa upp á Bláfell árið 1998 og í kjölfar þess fjölgaði jafnt og þétt talstöðvaeign ferðamanna. Árið 2002 var gert samkomulag sem heimilaði björgunarsveitum aðgang að endurvörpum ferðaklúbbsins í neyðartilvikum.

Fjöldi endurvarpa beggja aðila hefur aukist mikið frá þeim tíma og eru endurvarparnir alls orðnir 65 talsins. Flestir þeirra eru smíðaðir hér á landi og fá rafmagn frá sólarsellum og rafgeymum. Nokkrir endurvarpar eru undir fannfergi í allt að sjö mánuði ársins. Snjórinn hefur lítil áhrif á virkni þeirra. Útbreiðslusvæði endurvarpa sem er vel staðsettur getur verið allt að 200 km. Meðalending rafgeymanna er 7 til 10 ár. Rekstrakostnaður er því mjög lítill miðað við stærð kerfisins. Margir af þessum endurvörpum eru staðsettir þar sem aðstæður eru erfiðar til uppgöngu. Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið notaðar þar sem öðrum tækjum hefur ekki verið við komið.

Mikið hefur reynt á hæfni flugmanna og þrek björgunarsveitamanna við þessi verk. Oft hefur litlu munað að illa færi en þrautseigla og hugrekki hefur ráðið úrslitum. Þessir erfiðu staðir skila oftast mjög góðri útbreiðslu endurvarpanna.

Ekki er vitað til þess að annarsstaðar í heiminum sé “landsdekkandi” farstöðvakerfi sem eingöngu nýta sólina sem aflgjafa. Frá upphafi hefur vinnan við uppsetningu og frágang verið unnin í sjálfboðavinnu

Björgunarsveitir nota í fyrsta skipti talstöðvar við leit eftir flugslys á Mýrdalsjökli árið 1953.
Þetta voru litlar talstöðvar sem setulið á Keflavíkurflugvelli gaf björgunarsveitum.
Þær þóttu ekki henta vel og erfitt að fá rafhlöður þar sem stöðvarnar voru eingöngu framleiddar fyrir herinn. Það gerist lítið eftir þetta í talstöðvamálum björgunarsveitanna fyrr en árið 1958. Þá eru millibylgjustöðvar prófaðar í leiðangri sem farinn var á Vatnajökul. Reynslan úr þeirri ferð sýndi að þetta var það sem hentaði björgunarsveitunum. Eftir það notuðu björgunarsveitir millibylgjustöðvar þar til annað tók við. CB talstöðvar voru talsvert notaðar við hópleitir á árunum 1965 til 1980 eða þangað til VHF handstöðvar urðu algengar. Svokallaðar burðarstöðvar sem Landsíminn smíðaði voru í notkun frá árinu 1967 fram undir árið 1982. Frá þeim tíma hafa að mestu verið notaðar litlar VHF handstöðvar af leitarmönnum en stærri stöðvar í bílum. Með tilkomu endurvarpskerfisins er langdrægni mikil og nýting góð. Árið 2008 eru björgunarsveitir lítillega byrjaðar að nota Tetra talstöðvar, aðallega til að tengjast lögreglu og opinberum aðilum.
 
Rásaröð í talstöðvum
Rás 1 Endurvarpar  Rás 2 Endurvarpar
Rás 3 Endurvarpar
Rás 4 Endurvarpar
Rás 5 Bein rás Simplex (Sam. allra Bj og fl.)
Rás 6 Bein rás Simplex (Vinnurás Bj. )
Rás 7 Bein rás Simplex (Vinnurás Bj. )
Rás 8 Bein rás Simplex (Vinnurás Bj. )
Rás 9 Endurvarpar
Rás 10 Sjóbjörgun. Rás 10 í skipastöðvum
Rás 11 Endurvarpar
Rás 12 Flugendurvarpi
Rás 13 Endurvarpar
Rás 16 Neyðarrás skipa ( Rás 16 )
Rás 30 Félag Húsbílaeigenda
Rás 31 Félag Húsbílaeigenda
Rás 32 Félag Húsbílaeigenda
Rás 33
Rás 34
Rás 35
Rás 36
Rás 37
Rás 38
Rás 39
Rás 40 LÍV Landsamband Vélsleðamanna
Rás 41 Útivist, ferðafélagið ( Einkarás )
Rás 42 Endurvarpar 4x4 og Ferðaf.skálaverðir 
Rás 43 Ferðafélag Íslands
Rás 44 4x4 endurvarpar
Rás 45 Almenn rás Ísl. ( Veiðimannarásin )
Rás 46 4x4 endurvarpar
Rás 47 4x4 bein rás ..............................
Rás 48 4x4 bein rás ...........................
Rás 49 4x4 bein rás..............................
Rás 50 4x4 bein rás .............................
Rás 51 4x4 bein rás Vestfirðir..............
Rás 52 4x4 bein rás Norðurland.........
Rás 53 4x4 bein rás Austurland.........
Rás 54 4x4 bein rás Suðurland.............
Rás 55 4x4 bein rás Borgafj.eystri og Héraði
Rás 56 4x4 bein rás Vesturlandsdeil
Rás 57 4x4 bein rás Suðurlandsdeild
Rás 58 4x4 Endurvarpar                                              
Rás 59 4x4 bein rás Suðurnesjadeil
Rás 60 ÍS SF    ( Addís
Rás 61 Ferðalok ehf               ( Skálpi 1 ) Áður Geysir
Rás 62 Ferðalok ehf           ( Skálpi 2 )Áður Langjökull
Rás 63
Ras 64
Rás 65 Snæland
Rás 66 Fjallabak ehf   
Rás 67
Ras 68
Rás 69 Ieccool ( Gunnar á Selfossi )
Rás 70 Fag og Ferðaþjónustan ÞEÞ                   (Ísafold )
Rás 71 Ísl Fjallaleiðsögumenn
Rás 72 Ísl Fjallaleiðsögumenn     Íslandsflakkarar) 
Rás 73 A Tours
Ras 74
Rás 75 Iceland on Track   ( Ice Track ) 
Rás 76 Atlantic 1
Rás 77 Atlantic 2
Rás 78 Fag og Ferðaþjónustan ÞEÞ   (Áður Borsel (Ingi) Rás 79Rás 80 Jeppavinir                                                
Rás 81 Mountain Taxi     (Kristján
Rás 82 -----------Öfugur endurvarpi Rás 42
Rás 83 Eskimos
Rás 84
Rás 85 Allrahanda
Rás 86 --------- -Öfugur endurvarpi Rás 46
Ras 87
Rás 88 ----------Öfugur endurvarpi Rás 44
Rás 89 
Rás 90   Skálpi ehf      (Áður Fjallamenn
Rás 91   Skálpi ehf      (Áður Fjallamenn
 


Radioehf | Fagrabrekka 41| 200 Kópavogur | sími: 892-5900 - 862-6265